HEIM3ÞV05(SB) - Þekkingarfræði og vísindaspeki

vísindaspeki, Þekkingarfræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: Eru 50 f-einingar þar af minnst 20 f-einingar á hæfnisþrepi 2 eða 3 á raunvísinda- eða félagsvísindabraut
Áfanginn er kynning á nútíma heimsmynd, þekkingarfræði og vísindaspeki. Setja skal efni og aðferðir í samhengi við þekkingu einstaklinga í nútímanum: Hver er þekking einstaklinga og hvernig má efla þá þekkingu. Hverjir eru möguleikar nútíma þekkingarumhverfis. Huga skal að tilurð, öryggi, gildissviði og tegundum þekkingar. Nemandi kynnist mismunandi rannsóknaraðferðum. Kynna skal siðfræðilegar forsendur vísinda og siðareglur vísindarannsókna. Nemandinn kynni sér ákveðna vísindagrein. Nemandinn kynnist því hvernig nútíma náttúru- og mannvísindi geta útvíkkað og dýpkað heimsmynd hans. Skoða skal hvernig vald og þekking spila saman. Huga skal að blekkingu og varhugaverðum leiðum í þekkingarleit og hvernig má vara sig á þeim. Nemendur skulu þjálfast í að beita heimspekilegri samræðu og íhugun til að efla skilning sinn utan heimspekinnar

Þekkingarviðmið

 • kenningum í þekkingarfræði
 • kenningum í vísindaspeki
 • nútíma heimsmynd
 • aðferðafræði vísinda

Leikniviðmið

 • íhuga heimspekileg viðfangsefni
 • ræða við aðra nemendur eða kennara
 • lesa heimspekitexta
 • skrifa ritgerðir

Hæfnisviðmið

 • vera opnari fyrir nýrri þekkingu
 • geta betur ígrundað þekkingu sína
 • geta betur metið trúverðugleika, gildi og öryggi þekkingar
Nánari upplýsingar á námskrá.is