FORR2GF05(SB) - Inngangur að forritun

breytur, flæðistýring, gagnaskipan, virkjar

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Farið er í helstu þætti í sögu og þróun nútímaforritunar. Í áfanganum munu nemendur fá undirstöðuþjálfun í forritun í hlutbundnu forritunarmáli. Lögð verður áhersla á að nemendur temji sér öguð og viðurkennd vinnubrögð við greiningu, hönnun og prófun tölvuforrita.

Þekkingarviðmið

 • uppbyggingu tölvunnar
 • muninum á vélamálum og æðri forrritunarmálum
 • helstu einkennum algengra forritunarmála
 • grunnatriðum málskipunar og merkingarfræði forritunarmálsins
 • frumgögnum, breytum, virkjum, hlutum og klösum, skilyrðissetningum og lykkjum
 • ólíkum röðunaralgrímum
 • aðferðum
 • ein- og tvívíð fylki
 • Math. klasanum og slembitölum í forritun

Leikniviðmið

 • skrifa, þýða, prófa og keyra einföld forrit bæði fyrir textabundin og myndræn notendaskil
 • stýra flæði í forritum með skilyrðissetningum og lykkjum
 • nota fylki og raða stökum í þeim
 • nota fyrirfram skilgreinda klasa
 • aflúsa (debugging)
 • hanna einfalda leiki
 • hanna forrit sem framkvæmir einfaldar stærðfræðiformúlur

Hæfnisviðmið

 • meta hvernig best er að greina, hanna og forrita einföld forrit
 • beita skipulegum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum, s.s. út frá þekkingu á lausnum svipaðra þrauta
 • sýna frumkvæði og frumleika við aðferðalausnir
Nánari upplýsingar á námskrá.is