STÆR1AG05(SB) - Rúmmál og algebra

rúmfræði, tölur og algebra

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Áfanginn er ætlaður nemendum sem koma með einkunnina 5 eða lægri í stærðfræði upp úr grunnskóla
Áfanginn sem er þrískiptur og lokaeinkunn gefin eftir hverja lotu. Í fyrstu lotu eru tekin fyrir einföld algebra og léttar jöfnur og unnið með léttar stæður og jöfnur.Í annarri lotu er unnið með, rúmfræði, er unnið með flatarmál, ummál og rúmmál einfaldra flata, strendinga og breytingar milli eininga í SI-kerfinu. Í þriðju lotu er svo hringur, Pýþagórasareglan og ferningsrót tekin fyrir

Þekkingarviðmið

  • undirstöðuatriðum í algebru og jöfnureikningi
  • hugtökunum: flatarmál, rúmmál, ummál og yfirborð
  • metrakerfinu
  • hugtökunum: hringur, radíus, þvermál og ummál hrings
  • Pýþagórsarreglunni og notkun hennar
  • hornasummu þríhyrnings, topphorni, grannhorni og hornum við samsíða línur

Leikniviðmið

  • einfalda léttar stæður og leysa léttar jöfnur
  • margfalda inn í sviga og taka út fyrir sviga
  • einangra bókstaf út úr þriggja bókstafa jöfnu
  • reikna flatarmál og ummál þríhyrninga og ferhyrninga
  • reikna rúmmál og yfirborð ferstrendinga
  • breyta milli eininga í SI-kerfinu
  • reikna flatarmál og ummál hrings
  • vinna með Pýþagórasarreglu
  • nota hornasummu þríhyrnings til þess að finna horn
  • nota reglur um topphorn, grannhorn og horn við samsíða línur

Hæfnisviðmið

  • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og ver
  • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
  • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og nýta í áframhaldandi námi
  • takast á við stærðfræðileg verkefni í daglegu lífi með opnum og jákvæðum huga
Nánari upplýsingar á námskrá.is