ENSK3YN05 - Yndislestur

yndislestur

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: ENSK3AO05
Í áfanganum lesa nemendur valin bókmenntaverk og vinna að ýmsum kynningar-, greiningar- og ritunarverkefnum þeim tengdum, svo sem ritun gagnrýninna bókmenntaritgerða og skapandi textagerð á ensku.

Þekkingarviðmið

  • menningu og sögulegu samhengi valinna bókmenntaverka
  • orðaforða sem gerir honum kleift að tileinka sér með góðu móti lesefni í námi og starfi
  • notkun tungumálsins sem er nauðsynleg til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins

Leikniviðmið

  • tjá sig af öryggi um margvísleg málefni tengd bókmenntum og menningu
  • lesa texta sem gera miklar kröfur til lesandans, ýmist hvað varðar orðaforða, uppbyggingu eða myndmál
  • leggja gagnrýnið mat á texta

Hæfnisviðmið

  • beita málinu af lipurð og kunnáttu til þess að geta tekið fullan þátt í umræðum og rökræðum þar sem fjallað er um persónuleg, söguleg, félagsleg og menningaleg efni
  • leggja gagnrýnið mat á texta
  • flytja vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinagerð, draga fram aðalatriði, rökstyðja mál sitt og bregðast við fyrirspurnum
  • tjá tilfinningar, nota hugarflug, beita stílbrögðum og líkingamáli á skapandi hátt
  • skrifa texta með röksemdafærslu
Nánari upplýsingar á námskrá.is