ENSK3BK05 - Bresk og bandarísk menning

bókmenntir og menning

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: ENSK3AO05 Akademískur orðaforði
Nemendur fá innsýn í breska og bandaríska menningu með því að skoða sögu, menningu og stjórnskipun í Bretlandi og Bandríkjunum og lesa nemendur bókmenntaverk þaðan. Námið miðar að því að nemendur þjálfist í enskri tungu og bæti við orðaforða sinn og málskilning. Nemendur eru þjálfaðir í ritun enskrar tungu með skrifleg verkefni og vinna þýðingar yfir á ensku. Nemendur eru einnig þjálfaðir í töluðu máli, bæði með styttri umræðum á ensku og formlegum fyrirlestri á ensku um efni sem tengist breskri og/eða bandarískri menningu. Nemendur munu einnig nota Internetið sér til fróðleiks og efnisöflunar

Þekkingarviðmið

  • sögu, menningu og stjórnskipun í Bretlandi og Bandaríkjunum
  • völdum breskum og bandarískum bókmenntum
  • þeirri notkun tungumálsins sem er nauðsynleg til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins
  • orðaforða sem gerir honum kleift að tileinka sér með góðu móti lesefni í áframhaldandi námi og starfi
  • hefðum sem eiga við um talað og ritað mál í ensku

Leikniviðmið

  • beita ritmáli í mismunandi tilgangi
  • tjá sig um margvísleg málefni þar sem lögð er áhersla á færni í tungumálinu
  • nýta tungumálið í almennum samræðum
  • lesa texta sem gera miklar kröfur til lesandans, hvað varðar orðaforða, uppbyggingu og myndmál
  • skilja almennt talað mál með mismunandi framburði
  • skilja sérhæfða jafnt sem almenna texta um hinar ýmsu hliðar bresks og bandarísks mannlífs

Hæfnisviðmið

  • skilja sér til gagns þegar fjallað er um fræðilegt efni sem tengist breskri og bandarískri menningu
  • leggja gagnrýnið mat á texta
  • hagnýta sér fræðitexta, myndefni og umræður um efni sem tengist Bretlandi og Bandaríkjunum
  • beita málinu og taka þátt í umræðum um ýmis mál
  • flytja vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinargerð og bregðast við fyrirspurnum
  • beita rithefðum sem við eiga í textasmíð
  • vinna úr heimildum og skrá þær viðurkenndan hátt
  • skrifa gagnorðan, skilmerkilegan og vel uppbyggðan texta sem tekur mið af lesanda
  • skrifa texta með röksemdafærslu
  • tjá tilfinningar og nota hugarflugið í rituðu máli
Nánari upplýsingar á námskrá.is