FÉLA3RA05(SB) - Rannsóknir í félagsfræði

Rannsóknir og aðferðir félagsgreina

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: FÉLA2ES05 og FÉLA3KS05
Framhaldsáfangi í félagsfræði en lögð er áhersla á að beita rannsóknaraðferðum og kenningum með það að markmiði að auka þekkingu nemenda á rannsóknaraðferðum fræðagreinarinnar. Jafnframt verður leitast við að nemendur öðlist færni í að beita makró og míkró sjónarhorni og skilji þau rannsóknarferli sem standa að baki kerfisbundinni rannsókn. Lögð er áhersla á að nemendur geti á sjálfstæðan hátt öðlast færni í að standa að rannsókn samkvæmt þeim fræðilegu vinnubrögðum sem fræðigreinin leggur áherslu á

Þekkingarviðmið

  • aðferðafræði félagsfræðinnar
  • kenningum í félagsfræði
  • athyglisverðum og fordæmisgefandi rannsóknum fræðimanna greinarinnar
  • kerfisbundnu rannsóknarferli
  • hvernig samþætta megi ólík sjónarhorn í rannsóknarvinnu
  • fræðilegum vinnubrögðum
  • skýra hvernig hægt er að beita ólíkum kenningum og aðferðum og samþætta ólíkar kenningar og aðferðir

Leikniviðmið

  • lesa rannsóknir með gagnrýnu hugarfari
  • setja fram texta á fræðilegan hátt
  • skilja ólík sjónarhorn í aðferðafræði
  • samþætta ólík sjónarhorn í rannsóknarvinnu

Hæfnisviðmið

  • skilja helstu aðferðir greinarinnar og nýta sér kenningar hennar í leik og starfi
  • beita gagnrýnni hugsun í fræðilegri umræðu sem og í almennri umræðu
  • skilgreina og skýra helstu hugtök greinarinnar
  • skilja kerfisbundið rannsóknarferli og gagnrýna rannsóknir annarra á faglegan og uppbyggjandi hátt
Nánari upplýsingar á námskrá.is