ÍSLE3PL05(SB) - Persónur og leikendur

Leikhús og leikhúsbókmenntir

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: Nemandi skal vera kominn á 3. þrep í íslensku
Í áfanganum er leikhúsið í víðum skilningi námsvettvangurinn. Nemendur kynnast íslensku leikhúsi og því sem það hefur upp á að bjóða hverju sinni. Þeir lesa valdar leikbókmenntir, sækja leiksýningar og fara í vettvangsferðir í tengslum við efni áfangans. Nemendur fræðast um leikrit sem sérstaka bókmenntagrein og skoða þau í samhengi við strauma og stefnur sem og víxlverkun þeirra við samtímann, samfélag og einstaklinga. Þá er lögð áhersla á að nemendur þjálfist í að mynda sér skoðun og tjá hana ásamt því að kynna sér skoðanir annarra.

Þekkingarviðmið

  • hugtökum sem notuð eru við greiningu leikbókmennta
  • formlegum og hugmyndalegum einkennum valinna leiksýninga
  • í hverju leikhúsgagnrýni er fólgin

Leikniviðmið

  • beita hugtökum bókmenntafræðinnar til greiningar á leikbókmenntum
  • greina, túlka og njóta sviðslista
  • viðra eigin hugmyndir og.setja þær fram munnlega og skriflega

Hæfnisviðmið

  • sækja leiksýningar og setja í samhengi við samfélag sitt, einstakling og samtíma
  • beita gagnrýninni hugsun og setja fram skoðanir sínar
  • frekari þátttöku í menningarsamfélagi með því að njóta leiksýninga og skyldra menningarviðburða
Nánari upplýsingar á námskrá.is