EÐLI3RS05(SB) - Rafsegulfræði

rafsegulfræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: EÐLI2AF05
Framhaldsáfangi í eðlisfræði. Efnisatriði: Rafhleðsla, Coulombslögmál, rafsvið, rafflæði, spenna, Gausslögmál, leiðarar, rýmd, þéttir, rafsvari, samtenging þétta, orka í þétti, straumur, viðnám, lögmál Ohms, afl í rafrás, eðlisviðnám, hitastigull, ofurleiðni, rafmælar, lögmál Kirchhoffs, samtenging viðnáma, íspenna, R-C rás, segulsvið, segulkraftur, Biot-Savart lögmál, agnir í segulsviði/rafsviði, hraðasía, massagreinir, spóla, segulflæði, span, lögmál Faradays, sjálfspan, spanstuðull, riðspenna, spennubreytir, L-C rás, Maxwellsjöfnur, rafsegulbylgjur. Í áfanganum eru gerðar eðlisfræðitilraunir

Þekkingarviðmið

  • lögmálum um rafkraft og segulkraft
  • lögmálum um span
  • segulvirkni í efni
  • lögmálum rafrása
  • tengslum rafsegulfyrirbæra og klassískrar aflfræði
  • hegðun hlaðinna agna í rafsegulsviði
  • notkun og eiginleikum rafmæla
  • hugtakinu „svið“
  • myndun og útbreiðslu rafsegulbylgju

Leikniviðmið

  • leysa eðlisfræðidæmi
  • leiða út eðlisfræðilögmál með algebru, deildun, heildun og rökleiðslu
  • leysa rafkraftadæmi með vigurreikningi
  • afla gagna um sjálfstætt eðlisfræðilegt viðfangsefni á erlendu tungumáli og skilað skriflegri niðurstöðu
  • búa til rafrás sem skilar fyrirfram ákveðnum gildum spennu og straums
  • mæla spennu, straum og viðnám í rafrás

Hæfnisviðmið

  • tengja eðlisfræðina við daglegt líf og umhverfi og gera sér grein fyrir notagildi hennar
  • framkvæma verklegar æfingar, vinna úr þeim og útskýra niðurstöður þeirra
  • komast að tölulegum niðurstöðum um umhverfi sitt á grundvelli fyrirliggjandi gagna
Nánari upplýsingar á námskrá.is