EFNA2GE05 - Gaslögmálið og efnahvörf

gaslögmálið, hraði efnahvarfa, orka í efnahvörfum

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: EFNA2LM05
Í áfanganum er áfram unnið með undirstöðuþætti efnafræðinnar. Til viðbótar er fjallað um gaslögmálið og tengingu þess við mól- og massaútreikninga í efnahvörfum auk þess sem farið verður í orkubreytingar við efnahvörf, hraða efnahvarfa og jafnvægishugtakið kynnt. Áhersla er lögð á aukið sjálfstæði í verklegum æfingum og vinnubrögðum almennt.

Þekkingarviðmið

 • gaslögmálinu og hagnýtingu þess í efnafræði og skyldum greinum
 • orkuhugtakinu og orkubreytingum við efnahvörf
 • helstu efnagreiningaraðferðum
 • helstu drifkröftum efnahvarfa
 • jafnvægishugtakinu

Leikniviðmið

 • beita mól-, rúmmáls-, massa- og hlutfallareikningi í tengslum við efnahvörf
 • greina óþekkt efnismagn t.d. með títrun eða söfnun gass
 • beita einfaldri efnagreiningu
 • reikna út hvarfhraða og orkubreytingar við efnahvörf
 • setja upp og framkvæma verklegar æfingar og vinna markvisst úr niðurstöðum

Hæfnisviðmið

 • leggja rökstutt mat á gang efnahvarfa og áhrif utanaðkomandi þátta t.d. á hvarfhraða og jafnvægisstöðu
 • vinna sjálfstætt að úrlausn efnafræðilegra viðfangsefna, bæði verklega og skriflega
 • koma niðurstöðum rannsókna á framfæri með skilmerkilegum hætti bæði í ræðu og riti
 • notfæra sér efnafræðina í öðrum raungreinum og hinu daglega lífi
Nánari upplýsingar á námskrá.is