LÍFF2LÍ05 - Lífeðlisfræði mannsins II

lífeðlisfræðin

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: LÍFF2LE05
Áfanginn er seinni áfangi af tveimur sem fjalla um lífeðlisfræði lífvera. Fjallað verður um vefi, líffæri og líffærakerfi mannsins en samanburður verður einnig gerður við aðrar lífverur. Skoðuð verða innbyrðis tengsl líffærakerfa og viðhald stöðugleika í líkamanum. Farið verður yfir byggingu og starfsemi taugakerfis, þvagkerfis, öndunarkerfis og æxlunarkerfis. Fjallað verður um efnaskipti og líkamshita, byggingu og hlutverk húðar og farið yfir mikilvæg atriði í þroskunarfræði. Rætt verður um heilbrigða starfsemi líkamans og algengustu frávik. Nemendur fá að kynnast efninu á sem fjölbreyttastan hátt með verklegum æfingum og fjölbreyttum verkefnum

Þekkingarviðmið

 • líffærum: virkni mismunandi líffæra og samspil líffæra
 • líffærakerfum: hlutverki, líffærum í hverju líffærakerfi og tengsl líffærakerfa
 • starfsemi og skiptingu taugakerfis
 • úrgangslosun og efnastjórn
 • öndunarkerfi og stjórnun þess
 • stjórnun líkamshita og orkumyndun líkamans
 • byggingu húðar og þátt í hitatemprun
 • æxlun, getnaði, fósturþroska og helstu getnaðarvörnum

Leikniviðmið

 • nýta lífeðlisfræðilegar upplýsingar í máli og myndum
 • beita einföldum lífeðlisfræðilegum rannsóknaraðferðum
 • kryfja líffæri úr spendýri
 • greina frá heilbrigðri starfsemi líffæra og líffærakerfa
 • bera saman mismunandi vefi og líffæri, t.d. hlutverk nýrna og lifrar í þveiti
 • meta viðbrögð líkamans við mismunandi umhverfisaðstæðum, t.d. hita og raka
 • reikna út áhrif ýmissa efna á líkamsstarfsemina, t.d. aukið magn koltvísýrings í blóði

Hæfnisviðmið

 • draga ályktanir af mælingum og tilraunum á líkamsstarfsemi
 • geta tjáð sig munnlega og skriflega um starfsemi líkamans
 • nýta og meta heimildir til þess að leysa verkefni
 • skoða sjúkdóma í mannslíkamanum og bera saman við eðlilega starfsemi
 • geta metið áhrif öldrunar á líkamsstarfsemina
 • meta þá áhættu sem stafar af vímuefnanotkun
 • taka ábyrgð á eigin lífsháttum og heilsu
Nánari upplýsingar á námskrá.is