JARÐ2AJ05(SB) - Almenn jarðfræði

almenn jarðfræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: SNAT1SN10
Áfanganum er ætlað að kynna jarðfræðina sem vísindagrein, skýra tengsl hennar við aðrar fræðigreinar og notagildi hennar við íslenskar aðstæður. Reynt verður að auka þekkingu og skilning nemenda á umhverfi sínu, eðli þess og myndun, svo og helstu ferlum og lögmálum sem stjórna því og móta. Áhersla er lögð á að útskýra jarðfræðilega sérstöðu Íslands og jarðfræði Reykjanesskagans verða gerð nokkur skil. Að þessu fengnu ættu nemendur að þekkja, skilja og njóta betur íslenskrar náttúru og sérstöðu hennar, jafnt í leik sem og í starfi

Þekkingarviðmið

 • jarðfræðinni sem fræðigrein og hagnýtingu hennar
 • hugmyndum fræðimanna um flekarek, flekamörk, möttulstróka, heita reiti og tilurð og lagskiptingu Jarðar
 • kunni nokkur skil á eðli og áhrifum jarðskjálfta, hvernig upptök þeirra, stærð og styrkur eru fundin og hvernig nýta má þá til öflunar upplýsinga um innviði Jarðar, lagskiptingu jarðlaga og kvikuhreyfingar
 • myndun, dreifingu, gæðum og nýtingu grunnvatns á Íslandi
 • jarðhita og tilurð hans, flokkun og dreifingu jarðhitasvæða, helstu yfirborðs einkennum þeirra svo og uppsprettum
 • nýtingu jarðhita og þeim vandamálum sem upp koma við nýtingu hans
 • helstu einkennum, myndun og flokkun steinda og bergtegunda
 • á eldvirkni og orsökum hennar bæði hérlendis og erlendis, helstu flokkum og gerðum kviku, hraunkviku og gosmyndana
 • á helstu sérkennum og flokkun eldgosa, eldvarpa, eldstöðva og eldstöðvakerfi hérlendis og erlendis
 • þróun kviku úr frumstæði yfir í þróaða kviku og helstu einkennum þeirra
 • kunni nokkur skil á helstu veðrunar- og rofvöldunum s.s. frosti, vindum, vatnsföllum, straumum, jöklum og skriðum (litla g)
 • jarðfræði og jarðsögu Reykjanesskagans og sérstöðu skagans innan jarðfræðinnar

Leikniviðmið

 • lesa út úr jarðskjálftaritum ýmsar upplýsingar til að meta stærð, fjarlægðir, upptök, eðli og þykkt einstakra jarðlaga
 • greina og flokka handsýni af algengustu íslensku steindum og bergi til „tegunda“ á þar til gerð eyðiblöð og gera grein fyrir flokkunarfræðinni í skýrslu
 • greina helstu gerðir gosmyndana eftir ytri og innri einkennum og þekkja myndunarsögu þeirra
 • greina og þekkja helstu rof- og veðrunarformin og geta útskýrt myndun þeirra
 • teikna upp einfaldar skýringarmyndir og útskýra myndir úr bókum, glósum og af neti
 • geti merkt inn á Íslandskort atriði eins og dreifingu gos- og rekbelta, bergraða, jarðskjálfta, megineldstöðva, lág- og háhitasvæða og upptök og rennsli jökulhlaupa
 • geti merkt inn á kort helstu örnefni sem tengjast viðfangsefnum áfangans s.s. Hofsjökul, Þjórsá, Heklu, Öræfajökul, Öskju, Mývatn, Sandfellshæð, Keili og Kröflu

Hæfnisviðmið

 • gera sér grein fyrir og geta útskýrt fyrir öðrum hvernig útræn og innræn öfl móta ásýnd Jarðar og skapa það landslag sem einkennir landið okkar
 • geta tjáð sig um jarðfræði í rituðu og mæltu máli með þeim fræðiorðum og hugtökum sem þar tíðkast
 • veita leiðsögn og fræða aðra um jarðfræði Reykjanesskaga og helstu örnefni hans
 • taka upplýsta ákvarðanir um verndun og nýtingu náttúruauðlinda og jarðmyndana
 • geta gert sér og öðrum grein fyrir þeirri náttúruvá sem stafar af jarðskjálftum, eldgosum og jökulhlaupum
 • gera sér grein fyrir og njóta betur í leik sem starfi þeirrar einstöku náttúru sem Ísland býr yfir
Nánari upplýsingar á námskrá.is