JARÐ2AÍ05 - Almenn jarðfræði

Almenn jarðfræði Íslands

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Engar
Áfanginn leggur áherslu á jarðfræði Íslands. Fjallað er m.a. um innræn og útræn öfl, innri gerð jarðar, flekarek og heita reiti, eldvirkni og jarðskjálfta, flokkun bergs og steinda, eldstöðva og hrauna. Auk þess er fjallað um vötn og jökla, veðrun og rof ásamt fleiru.

Þekkingarviðmið

  • hugtökum, aðferðum og kenningum jarðfræðinnar
  • sérstöðu jarðfræði Íslands
  • samspili innrænna og útrænna afla og hvernig þekkja má ummerki eftir þau
  • innri gerð jarðar og flekareki
  • eldvirkni og jarðskjálftum á Íslandi
  • flokkun bergs og steinda
  • flokkun eldstöðva og hrauna
  • helstu roföflum

Leikniviðmið

  • beita hugtökum og kenningum á skilmerkilegan hátt og í rökréttu samhengi
  • greina ummerki innrænna og útrænna afla
  • greina berg og steindir
  • lesa vísindagreinar og fræðibækur og nýta upplýsingatækni sér til gagns

Hæfnisviðmið

  • nýta sér orðaforða og skilning á jarðfræði Íslands og vera þannig fær um að taka þátt í almennri umræðu um t.d. eldgos, jarðskjálfta og önnur jarðfræðihugtök.
  • mynda sér skoðun á notagildi jarðfræðilegrar þekkingar og mikilvægi hennar til skilnings á umhverfinu
  • yfirfæra þessa vísindalegu þekkingu og leikni á aðrar námsgreinar
Nánari upplýsingar á námskrá.is