SAGA2HÍ05 - Inngangur að sögu

Heimsaga, Íslandsaga

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Áfanginn er inngangsáfangi í sögu á öðru þrepi og er skylda á Félagsvísindabraut. Nauðsynlegur undanfari fyrir alla aðra söguáfanga hvort sem þeir eru á öðru eða þriðja stigi. Viðfangsefnið eru þættir úr sögu heimsins og Íslands til okkar daga. Skoðaðir verða helstu stóratburðir tímabilsins en jafnframt leitast við að öðlast innsýn í daglegt líf almennings á Íslandi eða í Evrópu. Leitast er við í áfanganum að uppfylla grunnþætti menntunar og að nemendur geti lesið fræðitexta um sitt nánasta samfélag og sögu þess. Þá fá nemendur innsýn í mikilvægi sjálfbærni, sögu heilbrigðis og velferðar í íslensku samfélagi. Nemendur öðlist færni og skilning á hugtökum á borð við lýðræði og mannréttindi. Fjallað verður um jafnréttisbaráttu kvenna á Íslandi. Nemendur þjálfa sig í sköpun með ýmsum verkefnum

Þekkingarviðmið

 • þróun íslensks samfélags frá 1800 til 2000
 • áhrifum frönsku byltingarinnar og frelsisstríðs BNA á stjórnmálaþróun á 19. öld
 • breytingum sem hafa orðið á hugmyndum um þjóðríkið á tímabilinu
 • ástæðum og áhrifum sjálfstæðisbaráttu Íslendinga
 • ástæðum og afleiðingum heimstyrjaldanna tveggja bæði á Íslands- og mannkynssöguna
 • hugmyndum íhaldsstefnunnar, frjálslyndisstefnunnar og sósíalismans
 • orsökum og afleiðingum stofnunar Sovétríkjanna
 • orsökum og afleiðingum Kalda stríðsins
 • atvinnusögu Íslendinga og stéttabaráttu á 19. og 20. öld

Leikniviðmið

 • vinna með staðreyndir og kenningar
 • beita grundvallarvinnubrögðum í heimildarýni og heimildaleit
 • temja sér öguð vinnubrögð og nota ýmsar aðferðir til að leysa verkefni sín

Hæfnisviðmið

 • setja fram skoðanir sínar í riti, ræðu eða öðru formi
 • geta borið saman atburði og finna orsakasambönd á milli þeirra
 • geta tekið þátt í umræðum um efnisþætti áfangans og færa rök fyrir skoðunum sínum
Nánari upplýsingar á námskrá.is