LÍFF2ML05(SB) - Samspil manna og líffvera

, Menn, lífverur

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: SNAT1SN10 eða sambærilegt
Fjallað verður um líffræði sem snertir daglegt líf manna. Farið verður yfir helstu hópa lífvera og samspil þeirra við manninn. Algengir sjúkdómar af völdum baktería, veira og frumdýra verða skoðaðir og einnig mikilvægi eðlilegrar bakteríuflóru fyrir heilsu. Skoðaðar verða leiðir til þess að hindra smit og skemmdir á matvælum. Ræddar verða hugsanlegar smitleiðir milli manna og dýra og hvaða umhverfisaðstæður leiða til myndunar nýrra sjúkdóma. Hagnýting örvera í iðnaði, landbúnaði og daglegu lífi verður einnig rædd. Kostir og gallar sveppa verða skoðaðir. Kynntar verða algengustu nytjaplöntur og rætt hvernig nýta má plöntur á ýmsa vegu. Siðferðisleg mál er varða ræktun, erfðabreytingar og aðrar tilraunir á lífverum verður skoðað. Velt verður upp spurningum um fæðuöryggi manna í framtíðinni og hugsanlegar leiðir til þess að tryggja það

Þekkingarviðmið

  • algengum sjúkdómum sem orsakast af bakteríum, veirum og frumdýrum
  • hvernig örverur eru nýttar í iðnaði
  • náttúrulegri bakteríuflóru manna
  • notagildi sveppa og hvaða hættur eða óþægindi sveppir geta valdið mönnum
  • helstu nytjaplöntum í landbúnaði og iðnaði
  • hvernig nýta má efni úr lífverum, t.d. eitur í ýmsum tilgangi

Leikniviðmið

  • nota smásjá og víðsjá til þess að skoða lífverur
  • greina lífverur með bókum, lyklum og slíku og meta hvaða lífverur geti verið varasamar
  • bera saman mismunandi sjúkdóma
  • meðhöndla matvæli rétt með tilliti til örvera og hugsanlegra sníkjudýra

Hæfnisviðmið

  • meta hugsanlega framtíðarmöguleika í nýtingu lífvera
  • geti tekið afstöðu til siðferðislegra spurninga sem vakna við nýtingu lífvera
  • leggja mat á það hvort hætta sé á nýjum sjúkdómum vegna samskipta manna og lífvera
  • geta umgengist lífverur sem hann ekki þekkir á viðeigandi hátt
  • taka afstöðu til málefna líðandi stundar sem tengjast viðfangsefnum áfangans
Nánari upplýsingar á námskrá.is