SAMF1SÍ05(SS) - Íslenskt samfélag

Stjórnkerfi Íslands

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Í áfanganum er fjallað um Ísland sem lýðræðislegt samfélag. Að áfanganum loknum skulu nemendur hafa almenna þekkingu á stjórnkerfi Íslands, helstu atvinnuvegum landsins og uppbyggingu íslensks samfélags. Nemandur skulu einnig geta metið mikilvægi helstu atvinnugreina landsins, mikilvægi stjórnmálaþátttöku og hlutverk sitt sem borgari í lýðræðisríki.

Þekkingarviðmið

  • stjórnkerfi Íslanda og uppbyggingu þess
  • helstu kerfum stjórnsýslunnar s.s. menntakerfi, heilbrigðiskerfi og félagsmálakerfi
  • helstu atvinnuvegum landsins
  • ólíkum hugmyndum um forgangsröðun verkefna í samfélaginu

Leikniviðmið

  • meta upplýsingar sem fram koma í fjölmiðlum og tengjast stjórnkerfi landsins
  • átta sig á mikilvægi fjölbreytni í atvinnulífi og þátttöku sem flestra í því
  • sjá tengsl kerfa innan stjórnsýslunnar

Hæfnisviðmið

  • lifa og starfa í lýðræðis þjóðfélagi, þekki uppbyggingu þess og átti sig á mikilvægi þátttöku sem flestra
  • sjá hvernig stjórnmálaskoðanir hafa áhrif á ákvarðanatöku í stjórnkerfi landsins
Nánari upplýsingar á námskrá.is