STÆR1HG05(SS) - Stærðfræði, grunnstoðir 2

hagnýt stærðfræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: STÆR1HA05
Í áfanganum tileinka nemendur sér helstu undirstöðuþætti almennrar stærðfræði og öðlast um leið sjálfstraust og hugrekki til að glíma við margvísleg reikningsdæmi. Helstu þættir hagnýtrar stærðfræði eru í brennidepli, s.s. samlagning, frádráttur, margföldun og deiling, brot, verðútreikningar, prósentur o.fl.

Þekkingarviðmið

  • Almennum aðgerðum í stærðfræði s.s. samlagningu, margföldun, deilingu, hlutföllum og prósentureikningi
  • Framsetningu upplýsinga á myndrænan og lýsandi hátt

Leikniviðmið

  • nýta stærðfræði í daglegu lífi
  • nota vasareikni
  • Lesa upplýsingar út úr myndum og gröfum

Hæfnisviðmið

  • Nýta stærðfræði í daglegu lífi
  • Geta metið hvaða aðgerðir í stærðfræði henta við ólík úrlausnarefni í daglegu lífi
  • Geti nýtt kunnáttu sína til að skilja og meta upplýsingar sem settar eru fram á myndrænan hátt
Nánari upplýsingar á námskrá.is