TLBS1ST05(SB) - Búningasaga

Saga, textíll

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Í áfanganum verður farið í textílsögu frá upphafi fram á okkar daga. hvenær tískan varð að markaðsvöru og hvernig tískan tjáir stétt og stöðu fólks. Rætt um íslenska arfleifð. Þróun í framleiðslu fatnaðar og vinnuumhverfi. Vettvangsferðir

Þekkingarviðmið

 • sögu og útliti fatnaðar og fylgihluta frá ýmsum tímabilum
 • þróun íslenskrar fatagerðar og fatahönnunar
 • straumi og stefnum í fatagerðarsögunni
 • mun á sérsaum og iðnaði
 • áhrif hönnuða á samtímann

Leikniviðmið

 • greina strauma og stefnur í fatnaði
 • greina mismunandi fatastíla og tegundir fatnaðar
 • þekkja mun á fjöldaframleiðslu og hátískuhönnun
 • þekkja hvernig hægt sé að nýta sér söfn og ólíka miðla í verkefnum sínum

Hæfnisviðmið

 • gera samanburð á þróun fatnaðar hér og erlendis
 • nýta sér ólíka miðla og söfn við verkefni sín
 • skilja hvernig hönnuðir vinna, hvernig þeir nýta sér gamla hönnun og fá innblástur fyrir hönnun sína
Nánari upplýsingar á námskrá.is