TEXT1ÞY05 - Textílþrykk

Tauþrykk

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Kennd eru grunnatriði í tauþrykki. Nemendur læra að þróa eigin form og mynstur og útfæra þau í mismunandi litasamsetningum. Gera tilraunir með einfaldar aðferðir við tauþrykk. Farið verður í grunnatriði forms og litafræði. Nemendur hanna nytjahlut, framleiða, mála/lita og sýna/kynna

Þekkingarviðmið

  • möguleikum í gerð stimpla, skapalóna (máta) og silkiramma við málun og þrykki á fata- og textílefni
  • mun yfirborðslita og efnahvarfslita og meðhöndlun þeirra

Leikniviðmið

  • meðhöndla þrykkliti og tilheyrandi áhöld
  • móta eigið mynstur, form og liti saman, svo úr verði heildarmynd

Hæfnisviðmið

  • ná tökum á einföldu tauþrykki
  • þroska tilfinningu fyrir formi, litum, notagildi og listrænu yfirbragði
Nánari upplýsingar á námskrá.is