FRAN1FT05 - Franska 3

Franska, málfræði, málnotkun, tjáning

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: FRAN1FS05
Viðfangsefni undanfarans eru rifjuð upp. Áfram er unnið að því að þjálfa framburð, lesskilning, hlustun, tal og ritun. Textar verða lengri og margvíslegri. Orðaforði er aukinn og ný málfræðiatriði þjálfuð. Að mestu er lokið við að fara yfir grundvallaratriði franska málkerfisins. Frásagnir í nútíð og þátíð eru þjálfaðar munn – og skriflega. Áfram er unnið að því að kynna Frakkland, frönskumælandi svæði og menningu þeirra. Nemendur eru þjálfaðir skipulega í að nýta sér ýmis hjálpargögn, s.s. orðabækur, málfræðibækur og netið

Þekkingarviðmið

 • þeim orðaforða sem þarf til að standast hæfiviðmið þrepsins
 • grundvallarþáttum franska málkerfisins
 • einföldum samskiptum og tjáningu í mæltu og rituðu máli
 • Frakklandi og frönskum málsvæðum ásamt menningu þeirra

Leikniviðmið

 • skilja talað mál um almenn og sérhæfð kunnugleg efni þegar talað er hægt og skýrt
 • skilja texta um almenn og sérhæfð efni sem fjallað er um í áfanganum
 • taka þátt í almennum samræðum um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á og nota málsnið við hæfi
 • fylgja söguþræði í einföldum eða einfölduðum bókmenntatexta
 • segja frá í nútíð og þátíð
 • geta ritað stutta einfalda, samfellda texta í nútíð og þátíð
 • nýta sér ýmis hjálpargögn

Hæfnisviðmið

 • skilja talað mál um kunnuglegt efni í fjöl – og myndmiðlum ef talað er hægt og skýrt
 • tileinka sér aðalatriðin í stuttum og einföldum rauntextum
 • tjá hugsanir sínar og skoðanir á einfaldan hátt
 • rita stutta, einfalda og samfellda texta um kunnuglegt efni í nútíð og þátíð
 • lesa einfaldan eða einfaldaðan bókmenntatexta
Nánari upplýsingar á námskrá.is