ENSK3FS05(SB) - Enska - Fjölbreyttur skilningur

Fjölbreyttur skilningur

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: ENSK3AO05
Lögð er áhersla á að efla skilning. Nemendur vinna með og þjálfa krefjandi orðaforða sem hjálpar þeim að skilja flókna og fjölbreytta texta. Nemendur vinna einnig með bókmenntaverk og texta sem dýpka enn skilning þeirra á orðgnótt enskrar tungu og menningu enskumælandi þjóða. Ritun nemenda endurspeglar þessar áherslur og sýnir að þeir hafa náð valdi á grundvallarþáttum tungumálsins. Áhersla verði lögð á eftirfarandi atriði: Krefjandi orðaforða, skilning daglegs máls, lipurlega beitingu mismunandi málsniða, ritun rökfærsluritgerða, framsögn, gagnrýninn lestur, og heimildaskráningu

Þekkingarviðmið

  • menningu, viðhorfum og gildum í tilteknum enskumælandi löndum
  • orðaforða sem nauðsynlegur er til að standast hæfniviðmið þrepsins
  • notkun tungumálsins sem er nauðsynleg til að standast hæfniviðmið þrepsins
  • helstu hefðum um uppsetningu og skipulag ritaðs máls og notkun heimilda

Leikniviðmið

  • skilja fjölbreytt mál
  • lesa margs konar gerðir texta
  • beita málfari við hæfi í samskiptum og koma sínum skoðunum á framfæri á ensku
  • tjá sig um málefni bæði með óformlegum og formlegum hætti
  • skrifa margs konar texta, þar á meðal rökfærsluritgerð og heimildaritgerð

Hæfnisviðmið

  • skilja fjölbreytt talað mál
  • tileinka og nýta sér efni ritaðs texta
  • lesa texta og geta tjáð sig munnlega eða skriflega um efni þeirra og færa rök fyrir sjónarmiðum sínum
  • tjá sig á skýran og áheyrilegan hátt
  • skrifa læsilegan texta um efni frá eigin brjósti sem og færa rök fyrir skoðunum sínum
  • skrifa margskonar texta og fylgja þeim ritunarhefðum sem við eiga hverju sinni
Nánari upplýsingar á námskrá.is