ENSK3AO05(SB) - Enska - Akademískur orðaforði

Akademískur orðaforði á ensku og klassískar bókmenntir

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: ENSK2GA05 Grunnorðaforði akademískra texta
Áhersla er áfram lögð á að efla nákvæman skilning. Nemendur vinna með og þjálfa akademískan orðaforða sem hjálpar þeim að skilja flókna og fjölbreytta texta. Nemendur vinna einnig með bókmenntaverk sem dýpka enn skilning þeirra á orðgnótt enskrar tungu og menningu enskumælandi þjóða. Ritun nemenda endurspeglar þessar áherslur og sýnir að þeir geti tjáð sig lipurlega á enskri tungu

Þekkingarviðmið

 • menningu og þjóðfélagsmótun í enskumælandi löndum
 • orðaforða sem nauðsynlegur er til að standast hæfniviðmið þrepsins
 • notkun tungumálsins sem er nauðsynleg til að standast hæfniviðmið þrepsins
 • orðaforða sem gerir honum kleift að tileinka sér með góðu móti lesefni í áframhaldandi námi og starfi

Leikniviðmið

 • skilja vel sérhæfða texta á sviði sem hann þekkir
 • skilja almennt talað mál
 • lesa, sér til ánægju og upplýsingar, texta sem gera miklar kröfur til lesandans, ýmist hvað varðar orðaforða, uppbyggingu og myndmál
 • halda uppi samræðum
 • geta tjáð sig um almenn og persónuleg málefni
 • beita ritmálinu í mismunandi tilgangi

Hæfnisviðmið

 • skilja sér til gagns þegar fjallað er um flókið efni og nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um efni sem hann hefur áhuga á
 • geta lagt gagnrýnið mat á texta
 • hagnýta sér fræðitexta og meta heimildir á gagnrýnan hátt
 • beita málinu til að geta tekið fullan þátt í umræðum um ýmis mál
 • geta flutt vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinargerð og brugðist við fyrirspurnum
 • beita rithefðum sem við eiga í textasmíð
 • byrja að vinna úr heimildum og skrá á viðurkenndan hátt
 • skrifa gagnorðan, skilmerkilegan og vel uppbyggðan texta sem tekur mið af því hver lesandinn er
 • skrifa texta með röksemdafærslu
 • tjá tilfinningar og nota hugarflugið í rituðu máli
Nánari upplýsingar á námskrá.is