NETK1SV05 - Netkerfi lítilla fyrirtækja

LAN og WAN, Víðnet, staðarnet

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Markmið áfangans er að nemandi geti sett upp og haft umsjón með tölvuumhverfi í litlu fyrirtæki, þekki helstu íhluti staðar- og víðneta t.d. Switch, Hub og router ásamt að skilja tilgang þeirra og virkni í megindráttum. Kynning á hugtökunum staðarnet, LAN, og víðnet, WAN, hlutverk þeirra og tilgang þekki mismunandi nethögun (Topology) tölvulagna. Nemendur búa til netsnúrur og læra mismuninn á notkun beinna og krossaðra tengisnúra við tengingu mismunandi netíhluta. Farið er í IP–vistföng, (IP address, Subnetmask, Default gateway, Nameserver) og muninn á notkun MAC-vistfangs og IP-vistfangs. Nemendur tengja útstöð við staðarnetið og setja upp allar víðnetsstillingar. Notaðar eru einfaldar aðferðir til að rekja bilanir á netsamböndum (ping, ipconfig, tracert o.fl.)

Þekkingarviðmið

  • hugtökunum staðarnet, LAN, og víðnet, WAN
  • mismunandi nethögun (Topology) og tölvulögnum
  • IP–vistföng, (IP address, Subnetmask, Default gateway, Nameserver) og muninn á notkun MAC-vistfangs og IP-vistfangs
  • stigskiptingu netkerfis
  • notkun beinna og krossaðra tengisnúra við tengingu mismunandi netíhluta.
  • einföldum aðferðum til að rekja bilanir á netsamböndum (ping, ipconfig, tracert o.fl

Leikniviðmið

  • að tengja útstöð við staðarnetið og setja upp allar víðnetsstillingar
  • að búa til nettengisnúrur bæði beinar og krossaðar

Hæfnisviðmið

  • setja upp og hafa umsjón með tölvuumhverfi í litlu fyrirtæki
  • að taka MCA próf nr:98- 366 hjá viðurkenndri prófamiðstöð
Nánari upplýsingar á námskrá.is