UPPL1FR05(AA) - Upplýsingatækni og tölvunotkun, grunnstoðir

helstu forrit í ritvinnslu, netnotkun, persónuupplýsingar, skipulag gagna

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Engar.
Markmið áfangans er að nemendur tileinki sér helstu þætti almennrar tölvunotkunar í námi. Nemendur læra á helstu möguleika algengustu forrita eins og Word, Excel og PowerPoint. Fjallað er um upplýsingaleit og skipulag gagna í tölvu, siðfræði internetsins, höfundarrétt, netöryggi, persónuvernd og vírusvarnir.

Þekkingarviðmið

 • helstu möguleikum í upplýsingatækni og þeim forritum sem notuð eru í námi
 • siðfræði internetsins til að stuðla að heilbrigðri og hagnýtri netnotkun
 • höfundarrétti og persónuvernd
 • tölvufíkn
 • varðveislu gagna í tölvu
 • ábyrgð og varkárni í allri umgengni við tölvur og netsamskipti

Leikniviðmið

 • nota algengustu forrit við nám og miðlun þekkingar
 • velja aðferðir og verkfæri sem henta mismunandi verkefnum í upplýsingatækni
 • vinna afmörkuð, sjálfstæð verkefni í tölvu
 • búa til margvísleg skjöl, t.d. boðskort, atvinnuumsókn, glærusýningu o.fl.
 • greina helstu hættur sem snúa að persónuvernd og samskiptum á netinu

Hæfnisviðmið

 • draga skynsamlegar ályktanir um eðlilega og trausta notkun upplýsingatækni
 • skipuleggja varðveislu eigin gagna í tölvu
 • geta notað fjölbreyttan hugbúnað og upplýsingar á margvíslegu formi við lausn og framsetningu viðfangsefna
Nánari upplýsingar á námskrá.is