ENSK1RH05 - Enska grunnstoðir 2

hlustun, málnotkun, undirstöðuatriði í ritun

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Enska grunnstoðir
Markmið áfangans er að nemendur nái tökum á undirstöðuatriðum enskrar málfræði, geti skilið daglegt mál og tjáð sig um einfalda hluti munnlega og skriflega. Í þessum áfanga er lögð áhersla á að nemendur lesi fjölbreytta texta sem tengjast þeirra áhugasviði eða kunnuglegu efni. Nemendur byggja upp virkan og hagnýtan orðaforða, læra að nýta sér uppflettirit og tjá hugsun sína bæði í ræðu og riti á skipulegan hátt. Lögð er áhersla á að nemendur tali skýrt mál og noti það á réttan og viðeigandi hátt. Áhersla verður á að kynna nemendur fyrir hinum margvíslegu menningarheimum enskumælandi landa um heim allan með ýmis konar verkefnum.

Þekkingarviðmið

  • hagnýtum orðaforða
  • menningu í löndum þar sem enska er töluð
  • mismun á rituðu og töluðu máli

Leikniviðmið

  • lesa texta á eigin áhugasviði eða um kunnugleg efni
  • taka þátt í almennum samræðum á ensku
  • skilja talað mál um kunnugleg efni
  • skrifa samfelldan texta um kunnuglegt efni
  • beita grundvallarreglum í rituðu og töluðu máli
  • nýta sér uppflettirit, s.s. orðabækur

Hæfnisviðmið

  • geta nýtt fjölmiðla sér til gagns
  • geta aflað sér upplýsinga og hagnýtt sér þær í námi
  • geta skrifað texta með viðeigandi málsniði
Nánari upplýsingar á námskrá.is