LÍFS1ES05 - Lífsleikni

einstaklingur, framtíð, félagsþroski, samfélag, samskipti, sjálfstraust, virðing, ábyrgð

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Engar.
Megináherslan er lögð á viðfengsefni sem tengjast því að vera manneskja í samfélagi, nemandi í framhaldsskóla og að móta sér framtíðarsýn.Unnin eru margvísleg verkefni um málefni sem brenna á ungu fólki. Verkefnin eru ýmist unnin í hópavinnu eða einstaklingslega. Mikil áhersla lögð á góða hegðun, jákvæð samskipti innan hópsins, vinnusemi og ástundun.

Þekkingarviðmið

  • mikilvægi þess að bera virðingu fyrir skoðunum og lífsgildum annarra
  • leiðum til að efla sjálfsmynd og eiga góð samskipti við aðra
  • kostum góðs og heilbrigðs félagslífs
  • því sem þarf til að vera virkur og ábyrgur þegn í samfélaginu
  • mikilvægi jákvæðrar framtíðarsýnar
  • námskröfum skólans og árangursríkum námsaðferðum
  • rekstri heimila

Leikniviðmið

  • setja sér raunhæf framtíðarmarkmið varðandi nám og starf
  • stunda árangursríkt nám í framhaldsskóla
  • efla félagsþroska sinn
  • eiga góð samskipti við aðra
  • hlýða lögum og reglum í samfélaginu
  • taka ábyrgð á gerðum sínum
  • að tjá sig í stórum eða litlum hópum
  • áætlanagerð varðandi heimilisrekstur

Hæfnisviðmið

  • efla styrkleika sína og vinna að því að þeir nýtist sem best
  • geta skipst á skoðunum, tekið þátt í rökræðum og fylgt málum eftir
  • taka ábyrgð á eigin fjármálum
  • geta lagað sig að margbreytilegum aðstæðum í lífi og starfi
  • vera virkur og ábyrgur þátttakandi í lýðræðislegu samfélagi
Nánari upplýsingar á námskrá.is