NÁTT1NH02 - Náttúrufræði með áherslu á náttúruhamfarir

Náttúruhamfarir

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Í þessum áfanga fá nemendur tækifæri til að kynna sér einkenni íslenskrar náttúru og náttúruhamfarir. Fjallað verður um eldgos, jarðskjálfta, flóð og storm, ásamt viðbrögð við þeim. Gott getur verið að flytja kennslu að einhverju leyti út fyrir veggi skólans, t.d. með vettvangsnámi úti í samfélagi, umhverfi og náttúru í þeim tilgangi að nemendur læri, þekki, skilji, og skynji umhverfi sitt sem best.

Þekkingarviðmið

 • Fjölbreytileika íslenskrar náttúru
 • Náttúrufræðilegum hugtökum
 • Eldvirkni, jarðhræringum og öðrum náttúruhamförum
 • Að yfirborð jarðar er mismunandi
 • Að jörðin er í stöðugri þróun og hefur tekið miklum breytingum á löngum tíma

Leikniviðmið

 • Taka þátt í umræðum um íslenska náttúru og náttúruhamfarir
 • Geri sér grein fyrir því að vatn, í hvaða formi sem er, hefur áhrif á yfirborð jarðar
 • Afla sér upplýsinga um viðeigandi viðbrögð við náttúruhamförum

Hæfnisviðmið

 • Gera sér grein fyrir því að maðurinn er hluti af náttúrunni og lífsafkoma hans byggist á samspilinu við hana
 • Þekkja náttúrulegt umhverfi sitt og rati um það
 • Taka þátt í gagnrýnni umfjöllun um málefni er snerta náttúru og náttúruhamfarir
 • Bregðast rétt við mögulegum náttúruhamförum, s.s. jarðskjálfta, flóði, snjóflóði eða eldgosi
Nánari upplýsingar á námskrá.is