LSTR1LL03 - Listir með áherslu á leiklist

Að setja saman eða leika leikþátt

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Í áfanganum þjálfast nemendur í undirstöðuatriðum leiklistar svo sem í framsögn, tjáningu, þ.e. að sviðsetja verk. Hægt er að tengja námið við vettvang og fara í leikhús.

Þekkingarviðmið

  • Mikilvægi tjáningar
  • Mikilvægi framsagnar
  • Mikilvægi þess að læra texta
  • Að til eru aðal- og aukaleikarar

Leikniviðmið

  • Að nýta sér upphitunar-, radd- og slökunaræfingar
  • Að beita rödd sinni á mismunandi hátt
  • Að tjá sig frjálst eða eftir leikstjórn

Hæfnisviðmið

  • Þekkja mismunandi gerðir leiklistar
  • Fara í leikhús og leggja sjálfstætt mat á verkið
  • Að leika á sannfærandi hátt
Nánari upplýsingar á námskrá.is