LSTR1LG03 - Myndlist með áherslu á mótun

Leir, gips og pappamassi

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Markmiðið er að nemendur kynnist fjölbreyttum aðferðum við mótun. Lögð verður áhersla á gagnrýna og skapandi hugsun með samræðum við nemendur um þeirra eigin verk og annarra. Fjallað verður um aðferðir og efnisnotkun í mótun.

Þekkingarviðmið

  • Ýmsum aðferðum til að nota í mótun
  • Ýmsum efnum til að nota í mótun
  • Að vinna verk í leir

Leikniviðmið

  • Að vinna verk í gips
  • Að vinna verk í leir
  • Að vinna verk í pappamassa
  • Að vinna verk með fjölbreyttum aðferðum
  • Að vinna verk úr fjölbreyttum efnum

Hæfnisviðmið

  • Vinna verkefni, til dæmis í leir, til brennslu
  • Að nýta þekkingu sína til listsköpunar í tómstundum
  • Að sækja áframhaldandi nám eða námskeið á sviði myndlistar
Nánari upplýsingar á námskrá.is