LSTR1SL03 - Tónlist með áherslu á söngleiki

Söngleikir

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Fjallað verður um vinsæla söngleiki eða leikhúsverki þar sem tónlist er í stóru hlutverki, sem settir hafa verið upp á Íslandi og/eða í öðrum löndum. Fjallað er um söngleiki frá árinu 1940 til dagsins í dag sem hafa notið hylli í leikhúsum og kvikmyndum.

Þekkingarviðmið

  • Hugtakinu söngleikur
  • Mikilvægi hlustunar
  • Hvaða söngleikir eru ætlaðir mismunandi aldurshópum
  • Fjölbreytileika söngleikja
  • Að smekkur manna er misjafn

Leikniviðmið

  • Að koma skoðunum sínum á framfæri varðandi efnið
  • Taka þátt í umræðum
  • Nýta sér styrkleik sína og benda á áhugasvið

Hæfnisviðmið

  • Geta hlustað á sjónarmið annarra af víðsýni og tekið virkan þátt í umræðum
  • Geta nýtt sér fjölbreytta miðla til að nálgast efnið
  • Geta sagt frá því hvað höfðar einkum til hans varðandi söngleiki
Nánari upplýsingar á námskrá.is