STAR1SÚ05 - Starfsnám með áherslu á skólalok og útskrift

Skólalok og útskrift

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Í áfanganum fá nemendur fræðslu um þá möguleika sem bjóðast að loknu námi varðandi frekara nám, störf og áhugamál. Fjallað verður um mismunandi búsetuform, færslu heimilisbókhalds, áætlanir um matarinnkaup, skipulagningu heimilishalds og fleira tengt því. Þá er fjallað um réttindi, ábyrgð og skyldur einstaklinga sem borgara og þátttakenda í lýðræðissamfélagi. Einnig verður fjallað um þátt stéttarfélaga og hlutverk þeirra í samfélaginu og nemendur læra að lesa og skilja launaseðla. Að auki undirbúa nemendur útskrift að vori, skipuleggja fjáröflun og sameiginlegt ferðalag.

Þekkingarviðmið

  • Hvað það þýðir að vera virkur og ábyrgur þátttakandi í lýðræðissamfélagi
  • Hvað þurfi til að búa í sjálfstæðri búsetu
  • Hvaða möguleika hann hafi til frekara náms
  • Hvar hann leitar eftir starfi og hvaða leiðir hann hefur til að fá það starf sem hann óskar eftir
  • Mikilvægi frístundastarfa og félagslegrar virkni
  • Heilsusamlegu líferni
  • Skipulagningu útskriftar

Leikniviðmið

  • Halda heimilisbókhald
  • Gera áætlanir um innkaup
  • Framkvæma þrif á heimili
  • Leita eftir upplýsingum á netinu um opinbera þjónustu
  • Lesa launaseðil
  • Lesa innihaldslýsingar með tilliti til hollustu og góðrar heilsu
  • Undirbúa og skipuleggja merkisviðburði eins og útskrift

Hæfnisviðmið

  • Meta möguleika sína hvað varðar nám, atvinnu, búsetu og áhugamál
  • Skipuleggja heimilishald
  • Nýta sér tómstunda- og félagsstörf sem henta
  • Búa til eigin ferilskrá
  • Njóta samveru við aðra og njóta líðandi stundar
  • Lifa heilbrigðu lífi
  • Undirbúa og skipuleggja merkisviðburði eins og útskrift
Nánari upplýsingar á námskrá.is