STAR1ÞS05 - Starfsnám með áherslu á þjónustustörf

Þjónustustörf

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Unnið er með sjálfstyrkingu, samskipti og samstarf og fjallað um það sem þarf til að verða góður starfsmaður í þjónustustörfum. Unnið verður með líkamsbeitingu og vinnustellingar, hreinlæti, framkomu og þjónustulund, snyrtimennsku og klæðnað. Lögð verður áhersla á skapandi hugsun, jafnrétti, lýðræði, lög- og reglugerðir, öryggis- og hollustuhætti og vinnusiðfræði. Nemendur öðlast hagnýta þekkingu, leikni og hæfni til að takast á við verkefni sem viðkoma verslunar- og þjónustustörfum ásamt því að fá undirbúning undir atvinnuþátttöku. Tilgangur námsins er einnig að stuðla að jákvæðu viðhorfi til atvinnulífsins.

Þekkingarviðmið

 • Margbreytileika mannlífsins
 • Mismunandi stofnunum og vinnustöðum sem tengjast verslun og þjónustu
 • Þörfum mismunandi einstaklinga og hópa varðandi verslun og þjónustu
 • Mismunandi hæfni í samskiptum og störfum sem tengjast þjónustu
 • Mikilvægi þess að öðlast færni í samskiptum og samstarfi
 • Mikilvægi þjónustulundar og að viðskiptavinurinn sé ávallt í fyrsta sæti
 • Tækjum og efnum eins og sjóðsvélum, hreinsiefnum o.fl.
 • Mikilvægi heilbrigðis og velferðar fyrir þá hópa sem þeir vinna með hverju sinni

Leikniviðmið

 • Taka ábyrgð á sjálfum sér og eigin gjörðum
 • Vera meðvitaður um eigin færni og styrk til að vinna með öðrum
 • Þekkja mismunandi þarfir fólks sem nýta þá þjónustu sem í boði er
 • Sýna viðeigandi hegðun við mismunandi aðstæður
 • Beita viðeigandi framkomu, klæðaburði, látbragði og talsmáta
 • Beita fjölbreyttri samræðutækni við mismunandi einstaklinga og hópa
 • Beita helstu tækjum og efnum sem notuð eru í starfinu

Hæfnisviðmið

 • Að vinna við þjónustustörf
 • Gera sér grein fyrir áhrifum eigin framkomu á viðskiptavini
 • Geta unnið með mismunandi einstaklingum og hópum
 • Sýna öllum viðskiptavinum umburðarlyndi, þolinmæði og fordómaleysi
 • Geta sett sig í spor annarra
 • Taka leiðsögn á uppbyggilegan hátt og nýta sér hana
Nánari upplýsingar á námskrá.is