HEFR1SS04 - Heimilisfræði með áherslu á sköpun í víðu samhengi

Sköpun í víðu samhengi

Einingafjöldi: 4
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi, sérstaklega sköpun í sem víðasta samhengi. Áhersla er lögð á frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, uppgötvun, gagnrýni, læsi, hagkvæmni, nýtingu og sköpun í daglegu lífi. Nemendur leysa verkefnin á sjálfstæðan hátt en einnig í samvinnu við aðra.

Þekkingarviðmið

  • Hugtakinu sköpun í daglegu lífi sem byggist m.a. á ímyndunarafli hvers og eins
  • Hvað sköpun þýðir með tilliti til innkaupa, matreiðslu og nýtingu fæðunnar
  • Mikilvægi frumkvæðis, sjálfstæðis og sköpunar í daglegu lífi
  • Áhrifum sköpunar í heimilishaldi og umhverfi
  • Að vinnuferlið hefur sama mikilvægi og afraksturinn
  • Umburðarlyndi og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum
  • Sjálfstæðum vinnubrögðum, samvinnu og verkaskiptingu

Leikniviðmið

  • Nota mismunandi leiðir og aðferðir í vinnuferli sínu
  • Beita fjölbreyttum aðferðum til að stuðla að eigin sköpun
  • Nýta hráefni á óhefðbundinn hátt með það fyrir augum að skapa nýjungar
  • Skoða eigin neysluvenjur með tilliti til breytinga og sköpunar
  • Horfa á umbúðir og afganga sem tækifæri til sköpunar og nýjunga
  • Vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra nemendur

Hæfnisviðmið

  • Ígrunda og nýta eigin hæfileika, sveigjanleika og frumkvæði til að skapa úr mismunandi hráefni með eða án skriflega leiðbeininga
  • Ræða málin og vera óhæddur að leita nýrra leiða í sköpun sinni
  • Vera meðvitaður um eigin neysluvenjur og geta breytt þeim á skapandi hátt
  • Þekkja styrkleika sína og geta nýtt þá á jákvæðan hátt í umhverfi sínu
  • Nýta mat á fjölbreyttan hátt með sköpun í huga
  • Vinna með öðrum og sjálfstætt
  • Vita að þekkingarleit og sköpunarferli eru ekki síður mikilvæg en svör og niðurstöður
Nánari upplýsingar á námskrá.is