DANS1TF02 - Danska með áherslu á tjáningu

Tjáning og framburður

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Unnið verður með talmál dönskunnar þar sem tjáningin er höfð að leiðarljósi. Áhersla verður á að efla þekkingu, leikni og hæfni nemenda í notkun þeirra tjáskiptaleiða sem henta hverjum og einum. Hlustun, umræður, hugtakaskilningur og lestur verður nálgunin í áfanganum og notast verður við bókmenntir, kvikmyndir og tímarit með fjölbreyttum verkefnum til að byggja ofan á þá þekkingu sem fyrir er.

Þekkingarviðmið

 • Algengum orðum, orðasamböndum og stuttum setningum
 • Einfaldum leiðbeiningum og upplýsingum á danskri tungu
 • Að tjá sig um afmörkuð efni
 • Framburði í dönsku máli

Leikniviðmið

 • Heilsa, kynna sig, þakka fyrir sig og afsaka sig með viðeigandi orðalagi
 • Tjá sig fyrir framan nemendahópinn á sinn hátt
 • Mynda einfaldar setningar
 • Greina heiti og einstök orð, þegar talað er á danskri tungu
 • Skilja aðalatriði í einföldum samtölum, taka þátt í umræðum og tjá eigin skoðanir

Hæfnisviðmið

 • Heilsa, kynna sig, þakka fyrir sig og afsaka sig með viðeigandi orðalagi
 • Tjá skoðanir sínar og tilfinningar á danskri tungu
 • Segja frá efni sem fjallað hefur verið um í stuttu máli
 • Líkja eftir framburði á algengum orðum, orðasamböndum og stuttum setningum
 • Tjá sig um þau orð og orðasambönd, t.d. sem hann hefur lært
 • Mynda og svara einföldum spurningum út frá orðaforða sem tengist viðfangsefninu
 • Vinna samtalsæfingar út frá fyrirmyndum sem fengist hefur verið við
Nánari upplýsingar á námskrá.is