DANS1LÆ02 - Danska með áherslu á læsi

Læsi

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Unnið verður verður með ritmál, talmál og ýmsa samskiptamiðla þar sem læsi í víðu samhengi er haft að leiðarljósi. Áfanginn miðast við að nemendur geti aukið læsi sitt í umhverfinu til að auka færni til samskipta á dönsku. Notast verður við sem fjölbreyttast námsefni, s.s. bækur, dagblöð, tímarit, kvikmyndir, þætti, tónlist og fleira sem skapar umræður og eykur hvers kyns þátttöku nemenda.

Þekkingarviðmið

  • Hugtakinu læsi í víðu samhengi og mikilvægi þess í skynjun, hlustun og upplifun
  • Einföldum texta með algengum orðaforða
  • Megininnihaldi í lengri texta sem skrifaður er á einföldu máli
  • Stuttum völdum textum sem fjalla um efni sem nemandi hefur áhuga á
  • Dönskum framburði
  • Mynda einfaldar spurningar út frá lærðum orðaforða og svara þeim

Leikniviðmið

  • Lesa og/eða hlusta á ýmis konar texta
  • Mynda setningar, t.d. að tjá skoðanir sínar og tilfinningar
  • Greina heiti og einstök orð
  • Skilja einfaldar leiðbeiningar og upplýsingar um næsta umhverfi
  • Skrifa stök orð, t.d orðalista, póstkort og SMS skilaboð

Hæfnisviðmið

  • Auka sjálfstraust sitt í dönsku
  • Nýta sér skilning og kunnáttu til að greina heiti og einstök orð
  • Tjá sig á dönsku og hlusta á aðra tjá sig á dönsku
  • Skilja aðalatriði í samtölum fólks
  • Lesa texta í þeim tilgangi að finna í honum ákveðnar upplýsingar
  • Nota grunnorðaforða úr þekktum efnisflokkum á eigin forsendum í nýju samhengi
Nánari upplýsingar á námskrá.is