DANS1BM02 - Danska með áherslu á bókmenntir

bókmenntir og orðaforði, menning

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Unnið verður út frá bókmenntatexta á sem fjölbreyttastan hátt. Léttir textar, ljóð, orðtök, danskar hefðir og venjur verða í fyrirrúmi. Nemendur nota hlustun, áhorf, skynjun og umræður til að nálgast það efni sem til umfjöllunar er hverju sinni.

Þekkingarviðmið

  • Einföldum bókmenntatexta og því sem tengja má við hann
  • Málnotkun þeirri sem fram kemur í textunum sem verið er að vinna með hverju sinni
  • Texta sem nýtist í daglegu lífi
  • Gildi þess að geta lesið, hlustað, skynjað og tjáð sig á dönsku

Leikniviðmið

  • Skoða bókmenntatexta
  • Tileinka sér nýjan orðaforða á margvíslegan hátt
  • Njóta mismunandi bókmennta á dönsku
  • Líkja eftir framburði á algengum orðum, orðasamböndum og stuttum setningum með tjáningu
  • Skrifa stök orð, t.d orðalista, setningar og stutta texta
  • Skrifa stuttar kveðjur, s.s. póstkort

Hæfnisviðmið

  • Eiga samskipti við aðra á dönsku, t.d. með bréfum, í tölvupósti eða samtölum
  • Njóta fjölbreyttra bókmennta við hæfi hvers og eins
  • Njóta þess að horfa á danska þætti og skilja betur það sem fram fer
  • Ræða við aðra um danskar bókmenntir
  • Auka sjálfstæði sitt og trú á kunnáttu í öðru tungumáli
  • Skilja leiðbeiningar og upplýsingar, t.d. í tengslum við ferðir til Danmerkur o.fl.
Nánari upplýsingar á námskrá.is