SMFÉ1SN03 - Samfélagsfræði með áherslu á Suðurnes

Suðurnes

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Unnið verður með Suðurnesin í víðu samhengi þar sem skoðaðir verða nokkrir sameiginlegir þættir sveitafélaganna á Suðurnesjum ásamt því að skoða hvað gerir þau ólík.

Þekkingarviðmið

  • Nöfnum bæjarfélaga á Suðurnesjum
  • Fjölda íbúa á hverjum stað
  • Helstu kennileitum bæjarfélaganna
  • Helstu ferðamannastöðum á Suðurnesjum

Leikniviðmið

  • Setja sig í spor ferðamanns og ferðast á hina ýmsu staði
  • Nefna og aðgreina bæjarfélög á Suðurnesjum
  • Leita mismunandi leiða í vinnuferlinu
  • Nálgast viðfangsefni á mismunandi hátt
  • Að beita mismunandi aðferðum í vinnuferlinu

Hæfnisviðmið

  • Tala um og/eða ferðast um Suðurnesin
  • Taka eftir ólíkum viðfangsefnum
  • Greina á milli aðal- og aukaatriða
  • Hlustað á sjónarmið annarra af víðsýni
  • Lesa í og/eða nýta sér mismunandi upplýsingar í umhverfinu
  • Tjá eigin skoðanir
Nánari upplýsingar á námskrá.is