STÆR1TG03 - Stærðfræði með áherslu á talnagildi

Talnagildi

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Unnið verður með tölur og gildi þeirra með fjölbreyttri nálgun. Meðal annars með mismunandi verkefnavinnu, vettvangsferðum í verslanir. Í gegnum veraldarvefinn og notaðir verða tilboðsbæklingar og spil. Stefnt er að því að viðhalda og byggja ofan á þann grunn sem nemandi hefur þegar tileinkað sér.

Þekkingarviðmið

  • Hvar og hvenær talnagildi koma við sögu í daglegu lífi
  • Tölum og reiknisaðgerðum
  • Forgangsröðun aðgerða
  • Algengum stærðfræðitáknum
  • Gildi talna

Leikniviðmið

  • Vinna með tölur á fjölbreyttan hátt
  • Temja sér gagnrýna en um leið skapandi hugsun
  • Skrá lausnir sínar á skipulagðan hátt

Hæfnisviðmið

  • Nýta sér tölulegar upplýsingar
  • Vinna með tölur
  • Nýta sér viðeigandi stuðningstæki þegar það á við, s.s. reiknivél í símum
  • Temja sér gagnrýna en um leið skapandi hugsun
Nánari upplýsingar á námskrá.is