STÆR1PI03 - Stærðfræði með áherslu á heimilisinnkaup

Peningar, innkaup, verðmiðar

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Áhersla verður á verðútreikninga, verðsamanburð, verðgildi og þjálfun nemenda í að lesa á verðmiða í verslunum. Farið verður í gildi peninga ásamt verklegum æfingum í búðarferðum. Stefnt er að því að viðhalda og byggja ofan á þann grunn sem nemandi hefur þegar tileinkað sér.

Þekkingarviðmið

  • Hvernig heimilisinnkaup fara fram
  • Gildi peninga
  • Fjölbreytileika verslana
  • Mikilvægi innkaupalista
  • Að lesa verðmiða og kassakvittanir

Leikniviðmið

  • Nýta sér innkaupalista
  • Nota peninga eða kort
  • Lesa á verðmiða
  • Fara í mismunandi verslanir
  • Fara yfir kassakvittun

Hæfnisviðmið

  • Búa til innkaupalista
  • Versla inn fyrir heimili
  • Gera verðsamanburð
Nánari upplýsingar á námskrá.is