STÆR1DL03 - Stærðfræði daglegs lífs

Peningar, tímahugtök, verðgildi

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Unnið verður með alla þætti íslenskunnar þar sem grunnþátturinn heilbrigði og velferð verður hafður að leiðarljósi. Áhersla verður á andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði, en einnig verður samspil einstaklings, aðstæðna og umhverfis skoðað og rætt. Notast verður við aldursmiðaðar bókmenntir, sjálfshjálparbækur, íslenska tónlist og fjölbreytt verkefni. Megin áhersla verður á að nemendur viðhaldi og byggi ofan á þann grunn sem þeir búa nú þegar að.

Þekkingarviðmið

  • Hvar og hvenær stærðfræði kemur við sögu í daglegu lífi
  • Gildi peninga
  • Fjölbreytileika verslana
  • Verðgildi hinna ýmsu hluta

Leikniviðmið

  • Nýta sér stærðfræðikunnáttu sína í daglegu lífi
  • Kanna hvað hlutir kosta í verslunum og á neti
  • Fylgja dagsskipulagi
  • Fylgja tímaáætlun

Hæfnisviðmið

  • Taka þátt í stærðfræðilegum athöfnum daglegs lífs
  • Átta sig á tíma- og dagsetningum
  • Nýta stærðfræðikunnáttu sína þegar hann verslar
  • Nýta sér viðeigandi stuðningstæki þegar það á við, s.s. reiknivél í símum
Nánari upplýsingar á námskrá.is