Samskipti, þjónusta
Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Markmið áfangans er að þjálfa samskipti á vinnustað bæði við viðskiptavini og samstarfsmenn. Í áfanganum er einnig leitast við að gera nemendur meðvitaða um mikilvægi góðrar þjónustu og að nemendur tileinki sér góða þjónustulund.
Þekkingarviðmið
- • þjónustuhugtakinu og algengustu birtingarmyndum þess
- • mikilvægi þjónustu í rekstri fyrirtækja og stofnana
- • mismunandi þjónustu við hæfi ólíkra markhópa
Leikniviðmið
- • að veita góða þjónustu við mismunandi aðstæður
- • að koma fram og taka við kvörtunum
- • jákvæðum samskiptum við viðskiptavini, samstarfsmenn og fleiri aðila
Hæfnisviðmið
- • verða meðvitaður um eigin framkomu og samskipti við aðra, s.s viðskiptavini, samstarfs¬menn, starfsmenn fyrirtækja og stofnana
- • gera sér grein fyrir styrkleikum og veikleikum sínum til þjónustu og þjálfist í viðbrögðum við algengustu úrlausnarefnum
- • vera fær um að veita gæðaþjónustu
Nánari upplýsingar á námskrá.is