Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Skólanefnd 1976-2013


Skólanefnd 1976-2013


  • Áður en Fjölbrautaskóli Suðurnesja var stofnaður undirbjó "Samstarfsnefnd um fjölbrautaskóla" stofnun skólans. Sveitarfélögin sjö á Suðurnesjum áttu hvert sinn fulltrúa í nefndinni.
  • Árin 1976-1990 ráku sveitarfélögin skólann og tilnefndi hvert þeirra einn fulltrúa í skólanefnd. Einn fulltrúi starfsmanna sat fundi nefndarinnar og frá 1980 sat fulltrúi nemenda einnig fundina.
  • Í janúar 1990 tók ríkið við rekstri skólans. Eftir þá breytingu skipaði menntamálaráðherra einn fulltrúa í nefndina, sveitarfélögin þrjá, starfsmenn tvo og nemendur áttu einn fulltrúa.
  • Með nýjum framhaldsskólalögum árið 1996 fækkaði skólanefndarmönnum í fimm; menntamálaráðherra skipar þrjá en sveitarfélög á Suðurnesjum tvo. Starfsmenn og nemendur eiga rétt á senda áheyrnarfulltrúa á fundi nefndarinnar.

 


Samstarfsnefnd um fjölbrautaskóla

Gunnar Sveinsson - Keflavík
Ingvar Jóhannsson - Njarðvík
Jón Hólmgeirsson - Grindavík
Sigurður Ólafsson - Sandgerði
Gunnar Sveinbjörnsson - Garði (varamaður var Guðrún Sigurðardóttir)
Eggert Ólafsson - Höfnum
Hreinn Ásgrímsson - Vogum


Skólanefnd 1976-1978

Gunnar Sveinsson - Keflavík, formaður
Ingvar Jóhannsson - Njarðvík
Jón Hólmgeirsson - Grindavík
Guðjón Kristjánsson - Sandgerði
Guðrún Sigurðardóttir - Garði
Hreinn Ásgrímsson - Vogum
Eggert Ólafsson - Höfnum
Auk þess sat fulltrúi starfsmanna fundi nefndarinnar

Einnig sátu eftirtaldir varamenn fundi skólanefndar:
Ómar Bjarnþórsson - Sandgerði


Skólanefnd 1978-1982

Gunnar Sveinsson - Keflavík, formaður
Ingvar Jóhannsson - Njarðvík
Jón Hólmgeirsson - Grindavík
Ómar Bjarnþórsson - Sandgerði
Bergmann Þorleifsson - Garði
Hreinn Ásgrímsson - Vogum
Eggert Ólafsson - Höfnum
Auk þess sátu fulltrúar starfsmanna og nemenda fundi nefndarinnar
Fulltrúi nemenda sat fyrst fund skólanefndar 8. janúar 1980 (fundur nr. 44)
en það var Ragnar Ragnarsson

Einnig sátu eftirtaldir varamenn fundi skólanefndar:
Áki Gränz - Njarðvík
Hilmar Þórarinsson - Njarðvík
Oddbergur Eiríksson - Njarðvík
Guðni Ölversson - Grindavík
Jens Sævar Guðbergsson - Garði
Þórður Gíslason - Garði
Guðlaugur Guðmundsson - Vogum
Gunnar Jónsson - Vogum
Jósef Borgarsson - Höfnum


Skólanefnd 1982-1986

Gunnar Sveinsson - Keflavík, formaður
Halldór Guðmundsson - Njarðvík
Bogi Hallgrímsson - Grindavík
Ómar Bjarnþórsson - Sandgerði
Ingimundur Þ. Guðnason - Garði
Hreinn Ásgrímsson - Vogum
Eggert Ólafsson - Höfnum
Auk þess sátu fulltrúar starfsmanna og nemenda fundi nefndarinnar

Einnig sátu eftirtaldir varamenn fundi skólanefndar:
Ingi Gunnarsson - Njarðvík
Halldór Ingvason - Grindavík
Þórður Ólafsson - Sandgerði
Guðlaugur Guðmundsson - Vogum


Skólanefnd 1986-1990

Guðmundur Björnsson - Keflavík, formaður
Hilmar Þ. Hilmarsson - Njarðvík
Bogi Hallgrímsson - Grindavík
Guðjón Kristjánsson - Sandgerði
Ingimundur Þ. Guðnason - Garði
Jón Gunnarsson - Vogum
Eggert Ólafsson - Höfnum
Auk þess sátu fulltrúar starfsmanna og nemenda fundi nefndarinnar

Einnig sátu eftirtaldir varamenn fundi skólanefndar:
Guðjón Sigurbjörnsson - Njarðvík
Ólafur Eggertsson- Njarðvík
Halldór Ingvason - Grindavík
Gylfi Gunnlaugsson - Sandgerði
Guðlaugur Guðmundsson - Vogum


Skólanefnd janúar - september 1990


Guðmundur Björnsson - Keflavík, formaður
Sigríður Jóhannsdóttir - Keflavík (tilnefnd af menntamálaráðherra)
Bogi Hallgrímsson - Grindavík
Guðjón Kristjánsson - Sandgerði
Gísli Torfason - fulltrúi starfsmanna
Magnús Óskar Ingvarsson - fulltrúi starfsmanna
Auk þess sat í nefndinni fulltrúi nemenda sem var formaður nemendafélagsins þann vetur

Varamenn:
Elsa Kristjánsdóttir - Sandgerði (tilnefnd af menntamálaráðherra)
Ingimundur Þ. Guðnason - Garði
Jón Gunnarsson - Vogum
Jón Sæmundsson - fulltrúi starfsmanna
Þorvaldur Sigurðsson - fulltrúi starfsmanna
Auk þess áttu nemendur varamann sem var varaformaður nemendafélagsins þann vetur


Skólanefnd 1990-1994

Sigríður Jóhannsdóttir Keflavík, formaður (tilnefnd af menntamálaráðherra)
Guðbjörg Ingimundardóttir - Keflavík
Kristbjörn Albertsson - Njarðvík
Magnús Hlynur Hreiðarsson - Vogum
Jón Sæmundsson - fulltrúi starfsmanna
Magnús Óskar Ingvarsson - fulltrúi starfsmanna
Auk þess sat í nefndinni fulltrúi nemenda sem var formaður nemendafélagsins þann vetur

Varamenn:
Elsa Kristjánsdóttir - Sandgerði (tilnefnd af menntamálaráðherra)
Guðjón Kristjánsson - Sandgerði
Ingimundur Þ. Guðnason - Garði
Ólafur R. Hilmarsson - Höfnum
Gísli Torfason - fulltrúi starfsmanna
Þorvaldur Sigurðsson - fulltrúi starfsmanna
Auk þess áttu nemendur varamann sem var varaformaður nemendafélagsins þann vetur

Haustið 1992 var samþykkt að þau sveitarfélög á Suðurnesjum sem ekki áttu fulltrúa í skólanefnd FS fengju áheyrnarfulltrúa og þeir voru:
Bogi Hallgrímsson - Grindavík
Ingimundur Þ. Guðnason - Garði
Jón Ingi Baldvinsson - Vogum
Ólafur Hilmarsson - Höfnum


Skólanefnd 1994-1996

Kristbjörn Albertsson - Reykjanesbæ, formaður (tilnefndur af menntamálaráðherra)
Guðbjörg Ingimundardóttir - Reykjanesbæ
Bogi Hallgrímsson - Grindavík
Ingimundur Þ. Guðnason - Garði
Einar Trausti Óskarsson - fulltrúi starfsmanna
Ólafur Sigurðsson - fulltrúi starfsmanna
Auk þess sat í nefndinni fulltrúi nemenda sem var formaður nemendafélagsins þann vetur

Varamenn:
Ingvar Guðmundsson - Reykjanesbæ (tilnefndur af menntamálaráðherra)
Karl Hermannsson - Reykjanesbæ
Sigríður Aðalsteinsdóttir - Reykjanesbæ
Jón Ingi Baldvinsson - Vogum
Jón Sæmundsson - fulltrúi starfsmanna
Karl Smári Hreinsson - fulltrúi starfsmanna
Auk þess áttu nemendur varamann sem var varaformaður nemendafélagsins þann vetur

Áheyrnarfulltrúar:
Guðjón Kristjánsson - Sandgerði
Jón Ingi Baldvinsson - Vogum


Skólanefnd 1996-1998

Kristbjörn Albertsson - Reykjanesbæ, formaður
Guðbjörg Ingimundardóttir - Reykjanesbæ
Stefanía Ólafsdóttir - Grindavík
Ingimundur Þ. Guðnason - Garði
Jón Ingi Baldvinsson - Vogum

Varamenn:
Ingvar Guðmundsson - Reykjanesbæ
Karl Hermannsson - Reykjanesbæ
Margrét Gunnarsdóttir - Grindavík
Sigurður Valur Ásbjarnarson - Sandgerði
Guðjón Kristjánsson - Sandgerði

Áheyrnarfulltrúar:
Starfsmenn skólans og nemendur áttu hvor sinn áheyrnarfulltrúa í skólanefnd.
Áheyrnarfulltrúar voru kosnir til eins árs.

Skólanefnd 1998-2000

Kristbjörn Albertsson - Reykjanesbæ, formaður
Guðbjörg Ingimundardóttir - Reykjanesbæ
Stefanía Ólafsdóttir - Grindavík
Ingimundur Þ. Guðnason - Garði
Jón Ingi Baldvinsson - Vogum

Varamenn:
Ingvar Guðmundsson - Reykjanesbæ
Karl Hermannsson - Reykjanesbæ
Margrét Gunnarsdóttir - Grindavík
Sigurður Valur Ásbjarnarson - Sandgerði
Guðjón Kristjánsson - Sandgerði (Pétur Brynjarsson - Sandgerði tók við)

Áheyrnarfulltrúar:
Starfsmenn skólans og nemendur áttu hvor sinn áheyrnarfulltrúa í skólanefnd.
Áheyrnarfulltrúar voru kosnir til eins árs.

Skólanefnd 2000-2004

Kristbjörn Albertsson - Reykjanesbæ, formaður
Guðbjörg Ingimundardóttir - Reykjanesbæ
Stefanía Ólafsdóttir - Grindavík
Ingimundur Þ. Guðnason - Garði
Pétur Brynjarsson - Sandgerði

Varamenn:
Ingvar Guðmundsson - Reykjanesbæ
Karl Hermannsson - Reykjanesbæ
Margrét Gunnarsdóttir - Grindavík
Sigurður Valur Ásbjarnarson - Sandgerði
Jón Ingi Baldvinsson - Vogum

Áheyrnarfulltrúar:
Starfsmenn skólans og nemendur áttu hvor sinn áheyrnarfulltrúa í skólanefnd.
Áheyrnarfulltrúar voru kosnir til eins árs.

Skólanefnd 2004-2009

Kristbjörn Albertsson - Reykjanesbæ, formaður
Albert Albertsson - Reykjanesbæ
Garðar Páll Vignisson - Grindavík
Ingimundur Þ. Guðnason - Garði
Páll Ingólfsson - Grindavík

Varamenn:
Ríkharður Ibsen - Reykjanesbæ
Böðvar Jónsson - Reykjanesbæ
Guðjón Kristjánsson - Sandgerði
Sigurður Valur Ásbjarnarson - Sandgerði
Ólöf Bolladóttir - Grindavík

Áheyrnarfulltrúar:
Starfsmenn skólans og nemendur áttu hvor sinn áheyrnarfulltrúa í skólanefnd.
Áheyrnarfulltrúar voru kosnir til eins árs.

Skólanefnd 2009-2013

Kristbjörn Albertsson - Reykjanesbæ, formaður
Fanney D. Halldórsdóttir - Sandgerði
Hjálmar Árnason - Reykjanesbæ
Ingimundur Þ. Guðnason - Garði
Oddný Harðardóttir - Garði

Varamenn:
Ólöf Bolladóttir - Grindavík
Ríkharður Ibsen - Reykjanesbæ
Áshildur Linnet - Vogum
Böðvar Jónsson - Reykjanesbæ
Sigurður Valur Ásbjarnarson - Sandgerði

Áheyrnarfulltrúar:
Starfsmenn skólans, nemendur og foreldrar áttu hver sinn áheyrnarfulltrúa í skólanefnd.
Áheyrnarfulltrúar voru kosnir til eins árs.

Skólanefnd 2013-2017

Guðbjörg Rut Þórisdóttir - Reykjanesbæ, formaður
Böðvar Jónsson - Reykjanesbæ
Fanney D. Halldórsdóttir - Sandgerði
Guðbjörg Kristmundsdóttir - Vogum
Pétur Brynjarsson - Sandgerði

Varamenn:
Jóhann Geirdal Gíslason - Reykjanesbæ
Jónas Hörðdal Jónsson - Reykjanesbæ
Kristín María Birgisdóttir - Grindavík
Sara Dögg Gylfadóttir - Reykjanesbæ
Þormóður Logi Björnsson - Reykjanesbæ

Áheyrnarfulltrúar:
Starfsmenn skólans, nemendur og foreldrar eiga hver sinn áheyrnarfulltrúa í skólanefnd.
Áheyrnarfulltrúar eru kosnir til eins árs.

Skólanefnd 2017-

Böðvar Jónsson - Reykjanesbæ, formaður
Ísak Ernir Kristinsson - Reykjanesbæ 
Jóhann Friðrik Friðriksson - Reykjanesbæ
Jónína Magnúsdóttir - Garði
Kristín María Birgisdóttir - Grindavík

Varamenn:
Helga María Finnbjörnsdóttir - Reykjanesbæ
Ólafur Þór Ólafsson - Sandgerði
Rósa Dögg Þorsteinsdóttir - Kópavogi
 
Áheyrnarfulltrúar: Starfsmenn skólans, nemendur og foreldrar eiga hver sinn áheyrnarfulltrúa í skólanefnd.
Áheyrnarfulltrúar eru kosnir til eins árs.

Reglugerð um skólanefndir

 

Reglugerð um skólanefndir við framhaldsskóla

1. gr.
Menntamálaráðherra skipar skólanefnd við hvern framhaldsskóla til fjögurra ára í senn. Í skólanefnd skulu sitja 5 menn: þrír fulltrúar án tilnefningar og skulu þeir að jafnaði búsettir í sveitarfélagi sem á aðild að skólanum, tveir fulltrúar tilnefndir af hlutaðeigandi sveitarstjórn/-um í viðkomandi landshluta. Varamenn eru valdir með sama hætti. Nefndin velur sér formann til eins árs í senn. Skólameistari kallar skólanefnd saman til fyrsta fundar og stýrir kjöri formanns.

Áheyrnarfulltrúar eru tveir með málfrelsi og tillögurétt, tilnefndir til eins árs í senn, annar af kennurum skólans en hinn af nemendafélagi skólans. Skólameistari skal leita eftir tilnefningum áheyrnarfulltrúa.

Skólameistari situr fundi skólanefndar með málfrelsi og tillögurétt og er framkvæmdastjóri hennar. Skólameistari undirbýr fundi skólanefndar í samráði við formann.

2. gr.
Með vísan til heimildar í 3. mgr. 6. gr. laga nr. 80/1996 um framhaldsskóla eru skólanefndir Stýrimannaskólans í Reykjavík og Vélskóla Íslands skipaðar sem hér segir:

a. Stýrimannaskólinn í Reykjavík: Menntamálaráðherra skipar 5 menn í skólanefnd skólans til fjögurra ára sem hér segir: Tvo samkvæmt tilnefningu Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, annan úr farmannastétt, hinn úr fiskimannastétt, einn samkvæmt tilnefningu Vinnuveitendasambands Íslands, einn samkvæmt tilnefningu Landssambands íslenskra útvegsmanna og einn án tilnefningar. Varamenn eru valdir með sama hætti. Nefndin velur sér formann til eins árs í senn.

Áheyrnarfulltrúar eru tveir með málfrelsi og tillögurétt, tilnefndir til eins árs í senn, annar af kennurum skólans en hinn af nemendafélagi skólans. Skólameistari skal leita eftir tilnefningum áheyrnarfulltrúa.

Skólameistari situr fundi skólanefndar með málfrelsi og tillögurétti og er framkvæmdastjóri hennar. Skólameistari undirbýr fundi skólanefndar í samráði við formann.

b. Vélskóli Íslands: Menntamálaráðherra skipar 5 menn í skólanefnd skólans til fjögurra ára sem hér segir: Tvo samkvæmt tilnefningu Vélstjórafélags Íslands, tvo samkvæmt tilnefningu Vinnuveitendasambands Íslands og einn án tilnefningar.

Varamenn eru valdir með sama hætti. Nefndin velur sér formann til eins árs í senn.

Áheyrnarfulltrúar eru tveir með málfrelsi og tillögurétt, tilnefndir til eins árs í senn, annar af kennurum skólans en hinn af nemendafélagi skólans. Skólameistari skal leita eftir tilnefningum áheyrnarfulltrúa.

Skólameistari situr fundi skólanefndar með málfrelsi og tillögurétt og er framkvæmdastjóri hennar. Skólameistari undirbýr fundi skólanefndar í samráði við formann.

3. gr.
Ráðherra getur heimilað sveitarstjórn/-um að tveir framhaldsskólar eða fleiri sameinist um eina skólanefnd.

4. gr.
Hlutverk skólanefndar er að:

A. marka áherslur í starfi skólans og stuðla að sem bestum tengslum hans við atvinnu- og menningarlíf,

B. stuðla að bættu samstarfi skóla og atvinnulífs í viðkomandi byggðarlagi. Í því skyni er skólanefnd heimilt að setja á fót sérstakar ráðgjafarnefndir sem í skulu sitja fulltrúar skóla, launþega og atvinnurekenda,

C. ákveða ásamt skólameistara námsframboð skóla. Ákvörðunin er háð samþykki menntamálaráðherra,

D. samþykkja skólanámskrá skólans að fenginni umsögn almenns kennarafundar og fylgjast með framkvæmd hennar,

E. gera árlega starfs- og fjárhagsáætlun fyrir skólann til þriggja ára í senn og leita samþykkis menntamálaráðherra fyrir henni,

F. gera í upphafi hvers árs fjárhagsáætlun í samræmi við niðurstöður fjárlaga og fylgjast með að henni sé framfylgt,

G. gera menntamálaráðherra grein fyrir rekstrarstöðu skólans í febrúar og ágúst ár hvert,

H. ákveða upphæð þeirra gjalda sem nemendum er gert að greiða skv. lögum,

I. fjalla um samninga sem viðkomandi skóli er aðili að, s.s. samninga við menntamálaráðuneytið, fyrirtæki eða stofnanir,

J. staðfesta samninga sem gerðir eru um notkun heimavistarhúsnæðis utan skólatíma,

K. setja reglur um notkun skólahúsnæðis utan skólatíma og ákveða upphæð gjalds er tekið skal fyrir slík afnot,

L. gera tillögur til menntamálaráðherra um ráðningu skólameistara,

M. vera skólameistara til samráðs um starfsmannaráðningar við skólann.

Skólanefnd er heimilt, ef þörf krefur, að millifæra fé af rekstrarlið fjárlaga til launaliðar og af launalið til rekstrarliðar. Menntamálaráðuneytið stendur að þeirri millifærslu að fengnu almennu rekstraryfirliti og upplýsingum um fjölda nemenda frá viðkomandi skóla.

Skólanefnd getur stofnað sjóði við skólann með sérgreindum fjárhag. Skal um þá sett skipulagsskrá, leitað staðfestingar á henni og hún birt í Stjórnartíðindum.

5. gr.
Fráfarandi skólanefnd heldur fullu starfsumboði þar til ný nefnd hefur verið skipuð.

6. gr.
Halda skal gerðabók um skólanefndarfundi og senda skólaráði og menntamálaráðuneyti afrit fundargerða nema þegar um trúnaðarmál er að ræða. Fundargerðir skólanefndarfunda skulu liggja frammi í skólanum.

7. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 6. og 7. grein laga nr. 80/1996 um framhaldsskóla og öðlast þegar gildi.

Menntamálaráðuneytinu,
11. febrúar 1997. 

 

Lög og reglugerð

 

Lög um framhaldsskóla
(greinar sem varða skólanefndir)

Lög um framhaldsskóla. 2008, nr. 92, 12. júní


(Grein laganna sem varða skólanefndir framhaldsskóla.)

5. gr. Skólanefndir.
Ráðherra skipar skólanefnd við framhaldsskóla til fjögurra ára í senn. Í skólanefnd skulu sitja fimm einstaklingar. Tveir eru skipaðir samkvæmt tilnefningum sveitarstjórna og þrír án tilnefningar. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Nefndin kýs sér formann til eins árs í senn. Áheyrnarfulltrúar eru þrír með málfrelsi og tillögurétt, einn tilnefndur af kennarafundi, einn af nemendafélagi skólans og einn af foreldraráði, til eins árs í senn. Skólameistari situr fundi skólanefndar með málfrelsi og tillögurétt. Hann er framkvæmdastjóri nefndarinnar.

Hlutverk skólanefndar er að:

a.  marka áherslur í starfi skólans og stuðla að sem bestri þjónustu við íbúa á starfssvæði skólans og tengslum hans við atvinnu-, félags- og menningarlíf, 
b.  vera skólameistara til samráðs um námsframboð skóla, 
c.  staðfesta skólanámskrá að fenginni umsögn almenns skólafundar og fylgjast með framkvæmd hennar,
d.  veita skólameistara umsögn um árlega starfs- og fjárhagsáætlun í samræmi við niðurstöður fjárlaga og fylgjast með framkvæmd hennar,
e.  vera skólameistara til samráðs um fjárhæð þeirra gjalda sem skólameistari ákveður skv. 45. gr.,
f.  vera skólameistara til samráðs um samninga sem viðkomandi skóli gerir,
g.  vera skólameistara til samráðs um starfsmannamál,
h.  veita ráðherra umsögn um umsækjendur um stöðu skólameistara.
 

Reglugerð um skólanefndir við framhaldsskóla

1. gr.
Menntamálaráðherra skipar skólanefnd við hvern framhaldsskóla til fjögurra ára í senn. Í skólanefnd skulu sitja 5 menn: þrír fulltrúar án tilnefningar og skulu þeir að jafnaði búsettir í sveitarfélagi sem á aðild að skólanum, tveir fulltrúar tilnefndir af hlutaðeigandi sveitarstjórn/-um í viðkomandi landshluta. Varamenn eru valdir með sama hætti. Nefndin velur sér formann til eins árs í senn. Skólameistari kallar skólanefnd saman til fyrsta fundar og stýrir kjöri formanns.

Áheyrnarfulltrúar eru tveir með málfrelsi og tillögurétt, tilnefndir til eins árs í senn, annar af kennurum skólans en hinn af nemendafélagi skólans. Skólameistari skal leita eftir tilnefningum áheyrnarfulltrúa.

Skólameistari situr fundi skólanefndar með málfrelsi og tillögurétt og er framkvæmdastjóri hennar. Skólameistari undirbýr fundi skólanefndar í samráði við formann.

2. gr.
Með vísan til heimildar í 3. mgr. 6. gr. laga nr. 80/1996 um framhaldsskóla eru skólanefndir Stýrimannaskólans í Reykjavík og Vélskóla Íslands skipaðar sem hér segir:

a. Stýrimannaskólinn í Reykjavík: Menntamálaráðherra skipar 5 menn í skólanefnd skólans til fjögurra ára sem hér segir: Tvo samkvæmt tilnefningu Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, annan úr farmannastétt, hinn úr fiskimannastétt, einn samkvæmt tilnefningu Vinnuveitendasambands Íslands, einn samkvæmt tilnefningu Landssambands íslenskra útvegsmanna og einn án tilnefningar. Varamenn eru valdir með sama hætti. Nefndin velur sér formann til eins árs í senn.

Áheyrnarfulltrúar eru tveir með málfrelsi og tillögurétt, tilnefndir til eins árs í senn, annar af kennurum skólans en hinn af nemendafélagi skólans. Skólameistari skal leita eftir tilnefningum áheyrnarfulltrúa.

Skólameistari situr fundi skólanefndar með málfrelsi og tillögurétti og er framkvæmdastjóri hennar. Skólameistari undirbýr fundi skólanefndar í samráði við formann.

b. Vélskóli Íslands: Menntamálaráðherra skipar 5 menn í skólanefnd skólans til fjögurra ára sem hér segir: Tvo samkvæmt tilnefningu Vélstjórafélags Íslands, tvo samkvæmt tilnefningu Vinnuveitendasambands Íslands og einn án tilnefningar.

Varamenn eru valdir með sama hætti. Nefndin velur sér formann til eins árs í senn.

Áheyrnarfulltrúar eru tveir með málfrelsi og tillögurétt, tilnefndir til eins árs í senn, annar af kennurum skólans en hinn af nemendafélagi skólans. Skólameistari skal leita eftir tilnefningum áheyrnarfulltrúa.

Skólameistari situr fundi skólanefndar með málfrelsi og tillögurétt og er framkvæmdastjóri hennar. Skólameistari undirbýr fundi skólanefndar í samráði við formann.

3. gr.
Ráðherra getur heimilað sveitarstjórn/-um að tveir framhaldsskólar eða fleiri sameinist um eina skólanefnd.

4. gr.
Hlutverk skólanefndar er að:

A. marka áherslur í starfi skólans og stuðla að sem bestum tengslum hans við atvinnu- og menningarlíf,

B. stuðla að bættu samstarfi skóla og atvinnulífs í viðkomandi byggðarlagi. Í því skyni er skólanefnd heimilt að setja á fót sérstakar ráðgjafarnefndir sem í skulu sitja fulltrúar skóla, launþega og atvinnurekenda,

C. ákveða ásamt skólameistara námsframboð skóla. Ákvörðunin er háð samþykki menntamálaráðherra,

D. samþykkja skólanámskrá skólans að fenginni umsögn almenns kennarafundar og fylgjast með framkvæmd hennar,

E. gera árlega starfs- og fjárhagsáætlun fyrir skólann til þriggja ára í senn og leita samþykkis menntamálaráðherra fyrir henni,

F. gera í upphafi hvers árs fjárhagsáætlun í samræmi við niðurstöður fjárlaga og fylgjast með að henni sé framfylgt,

G. gera menntamálaráðherra grein fyrir rekstrarstöðu skólans í febrúar og ágúst ár hvert,

H. ákveða upphæð þeirra gjalda sem nemendum er gert að greiða skv. lögum,

I. fjalla um samninga sem viðkomandi skóli er aðili að, s.s. samninga við menntamálaráðuneytið, fyrirtæki eða stofnanir,

J. staðfesta samninga sem gerðir eru um notkun heimavistarhúsnæðis utan skólatíma,

K. setja reglur um notkun skólahúsnæðis utan skólatíma og ákveða upphæð gjalds er tekið skal fyrir slík afnot,

L. gera tillögur til menntamálaráðherra um ráðningu skólameistara,

M. vera skólameistara til samráðs um starfsmannaráðningar við skólann.

Skólanefnd er heimilt, ef þörf krefur, að millifæra fé af rekstrarlið fjárlaga til launaliðar og af launalið til rekstrarliðar. Menntamálaráðuneytið stendur að þeirri millifærslu að fengnu almennu rekstraryfirliti og upplýsingum um fjölda nemenda frá viðkomandi skóla.

Skólanefnd getur stofnað sjóði við skólann með sérgreindum fjárhag. Skal um þá sett skipulagsskrá, leitað staðfestingar á henni og hún birt í Stjórnartíðindum.

5. gr.
Fráfarandi skólanefnd heldur fullu starfsumboði þar til ný nefnd hefur verið skipuð.

6. gr.
Halda skal gerðabók um skólanefndarfundi og senda skólaráði og menntamálaráðuneyti afrit fundargerða nema þegar um trúnaðarmál er að ræða. Fundargerðir skólanefndarfunda skulu liggja frammi í skólanum.

7. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 6. og 7. grein laga nr. 80/1996 um framhaldsskóla og öðlast þegar gildi.

Menntamálaráðuneytinu,
11. febrúar 1997.

Fundargerðir

Fundargerðir skólanefndar

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014