Starfs- og verknámsbrautir

Starfs- og verknámsbrautir eru miðaðar að því að veita sérhæfð starfsréttindi.  Þær gera verulegar kröfur til nemenda og þjálfa með þeim fjölbreytta hæfni. Eftir að námi í skóla lýkur tekur við starfsnám en að því loknu getur nemandinn ýmist sótt beint um starfsréttindi eða tekið sveinspróf. 

Starfs- og verknámsbrautir eru einnig gott almennt nám sem eykur hæfni nemandans, sérstaklega hagnýta verklega hæfni.  Nemendur á starfs- og verknámsbrautum geta tekið áfanga umfram kröfu brautar sem veita þeim stúdentpróf og þannig öðlast tvöföld réttindi þ.e. starfsréttindi og rétt til inngöngu í háskóla.  Aðrar leiðir til framhaldsnáms eru að skrá sig í fornámsdeildir háskóla eða nám til meistarréttinda í verknámi.

STARFS- OG VERKNÁMSBRAUTIR
Grunndeild matvæla og ferðagreina
Grunndeild málm- og véltæknigreina
Hársnyrtiiðn 2022
Húsasmíðabraut 2018
Pípulagnabraut 2023
Rafvirkjabraut 2018
Sjúkraliðabraut 2016 - kennt síðdegis
Sjúkraliðabrú 2016 - kennt síðdegis
Vélstjórn B 2018