Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Starfslýsingar

Starfslýsingar

 

Skólameistari

 • hefur yfirumsjón með öllum þáttum skólastarfsins.
 • mótar stefnu og starfshætti skólans í samráði við menntamálaráðuneytið, skólanefnd og aðra stjórnendur og starfsmenn skólans eftir því sem við á hverju sinni.
 • gætir þess að skólastarfið sé í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá og önnur gildandi fyrirmæli á hverjum tíma.
 • ber ábyrgð á að fylgt sé fjárhagsáætlun skólans og hefur frumkvæði að gerð skólanámskrár og umbótastarfi innan skólans.
 • hefur úrskurðarvald ef upp koma meiriháttar deilumál í skólanum.

Aðstoðarskólameistari

 • er staðgengill skólameistara og vinnur með honum við daglega stjórn skólans og rekstur.
 • er starfsmannastjóri skólans og hefur umsjón með sjálfsmati hans.

Áfangastjóri

 • hefur umsjón með vali og breytingum á því .
 • sér um töflusmíði.
 • afgreiðir umsóknir um P- og U- áfanga og frjálsa mætingu.
 • sér um einkunna- og fjarvistaskráningu.
 • sér um námsferla útskriftarnemenda og prófskírteinagerð.
 • úrskurðar í samráði við námsráðgjafa um undanþágubeiðnir nemenda varðandi nám þeirra.

Fjármálastjóri

 • annast fjárreiður skólans, bókhald, greiðslu reikninga og innheimtu.

Bókari

 • aðstoðar fjármálastjóra við innheimtu, færslu bókhalds og frágangs reikninga og fylgiskjala.

Sviðsstjórar

 • Hefur forystu um faglegt samstarf.
 • Tekur á móti nýjum kennurum og setur þá inn í starfið.
 • Gefur skólameistara ráð við ráðningu kennara.
 • Hefur samstarf við aðra sviðstjóra.
 • Heldur fundi með kennurum sviðsins.
 • Fylgist með að námskrá sé framfylgt.
 • Sér um að koma upplýsingum inn á vefsíðu (s.s.kennsluáætlunum).
 • Sér um að safna saman kennsluáætlunum og tryggir að þær séu aðgengilegar.
 • Fylgist með að samræmi sé í námsmati kennara sem kenna sömu áfanga.
 • Fylgist með að námsmat sé í samræmi við námskrá og kennsluáætlanir.
 • Fylgist með að lokapróf séu samin og tilbúin á réttum tíma.
 • Sér um að velja þá nemendur sem veita á viðurkenningar við útskrift.
 • Sér um að viðurkenningar séu keyptar og eða fengnar að gjöf.
 • Stjórnar verðlaunaafhendingu við útskrift.
 • Tekur þátt í stefnumörkun varðandi skólastarfið og stýrir umræðum í sviðinu um markmið og leiðir.
 • Útbýr stoðtöflu og viðtalstímatöflu.
 • Útbýr lista fyrir afnot af fartölvuvögnum, myndbandstækjum/DVD og skjávörpum.
 • Útvegar kennslugögn.
 • Safnar saman áföngum boði.
 • Sér til þess að bókalisti sé unninn í samráði við bókasafnsfræðing.
 • Vinnur tillögu að kennsluskiptningu í samráði við kennara og fagstjóra sviðsins.
 • Les yfir öll próf og undirritar.
 • Kemur skilaboðum og óskum frá kennurum til stjórnenda og frá stjórnendum til kennara.
 • Situr vikulega fundi með öðrum stjórnendum skólans.
 • Sér um útgáfu Andapóstsins.
 • Kemur að undirbúningi og skipulagningu eftirfarandi:
  - Opinn dagur
  - Brautardagur
  - Göngudagur
  - Skógrækt
  - Starfshlaup
  - Þemadagar
  - Dimmisjo kvöldverður í samstarfi við útskriftarnemendur.
 • Innritun nýnema.
 • Vinnur að undirbúningi fyrir valtímabil í samstarfi við áfangastjóra og sér um innslátt og frágang á vali frá umsjónarkennurum sviðsins.

Fagstjórar

Fagstjórar, bóklegar greinar:

 • Tryggja samráð og samvinnu milli kennara fagsins.
 • Velja kennslubækur í samráði við kennara fagsins.
 • Kalla saman fundi og stjórna þeim.
 • Vinna tillögur að kennsluskiptingu í samráði við sviðsstjóra.
 • Sjá um faglegt samstarf við aðra skóla.

Fagstjórar, iðnnám:

 • Sjá um að tengja skólann atvinnulífi þannig að nemendur fái upplýsingar um nýjungar í faggrein.
 • Sjá um faglegt samstarf við aðra skóla.
 • Sjá um efniskaup og umsjón með verkstæðum.
 • Vinna tillögur að kennsluskiptingu í samráði við sviðsstjóra.
 • Sjá um viðhald á kennslubúnaði og setja fram tillögur með kostnaðaráætlun að endurnýjun.

Fagstjóri, sjúkraliðabraut:

 • Sér um að tengja skólann atvinnulífi þannig að nemendur fái upplýsingar um nýjungar í faggrein.
 • Sér um faglegt samstarf við aðra skóla.
 • Sér um efniskaup og umsjón með sérstofu.
 • Sér um viðhald á kennslubúnaði og setja fram tillögur með kostnaðaráætlun að endurnýjun.
 • Skipuleggur starfsþjálfun nemenda og eftirlit með starfsnámi á sjúkrastofnunum.

Verkefnastjórar

Félagslífsfulltrúi:
Félagslífsfulltrúi er nemendum innan handar varðandi öll málefni er tengjast starfsemi NFS. Í því felst m.a. að félagslífsfulltrúi:

 • Situr fundi með stjórn NFS varðandi skipulag félagslífs nemenda og aðstoðar við gerð starfs- og fjárhagsáætlana.
 • Situr fundi með formönnum klúbba.
 • Aðstoðar nemendur við að koma með hugmyndir að klúbbastarfsemi, skipulagi og auglýsingum.
 • Vinnur með forvarnarfulltrúa að málefnum sem tengjast félagslífi nemenda og að því að nemendur virði reglur skólans um að á ferðalögum og á skemmtunum á vegum skólans er neysla áfengis og annarra vímuefna bönnuð.
 • Er viðstaddur uppákomur á vegum NFS.
 • Sér um að fá kennara eða annað starfsfólk til að vera í gæslu á uppákomum á vegum NFS í samráði við skólameistara.
 • Aðstoðar nemendur við leyfisbeiðnir til lögreglu.
 • Sér til þess að samskipti nemenda og lögreglu varðandi dansleiki gangi greiðlega.
 • Er tengiliður milli stjórnenda skólans og NFS.
 • Upplýsir kennara og aðra starfsmenn reglulega um hvað er á döfinni hjá NFS.
 • Hefur samráð við húsvörð um notkun NFS á húsnæði skólans.

Gettu betur:

 • Aðstoða stjórnendur við kynningar á áfanganum.
 • Þjálfa nemendur þannig að þeir séu vel undirbúnir fyrir Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna.
 • Velja í lið sem keppir fyrir hönd NFS í spurningakeppni framhaldsskólanna.

Forvarnafulltrúi:

 • Vinnur með námsráðgjöfum og stjórnendum að skipulagi forvarnarstarfs.
 • Vinnur með félagslífsfulltrúa og stjórn NFS að því að nemendur tileinki sér vímuefnalausan lífsstíl og virði reglur skólans um að á ferðalögum og á skemmtunum á vegum skólans og NFS er neysla áfengis og annarra vímuefna bönnuð.
 • Er félagslífsfulltrúa og nemendum til aðstoðar varðandi skipulagningu skemmtana.
 • Hefur samráð við félagsmálayfirvöld í sveitarfélögunum á Suðurnesjum um málefni ósjálfráða nemenda er tengjast neyslu vímuefna.
 • Hefur viðtalstíma fyrir starfsfólk og nemendur sem vilja tala við hann í trúnaði.
 • Vinnur úr upplýsingum varðandi vímuefnavanda nemenda og kemur málefnum í viðurkenndan farveg.
 • Greiðir götu þeirra nemenda sem vilja leita sér aðstoðar eða meðferðar vegna neyslu áfengis eða annarra vímuefna.
 • Sækir fundi og námskeið sem tengjast forvörnum.
 • Vinnur að því að nemendur skólans taki gagnrýna afstöðu til fíkniefnaneyslu, m.a. með því að skipuleggja fyrirlestra eða aðrar uppákomur á sal a.m.k. einu sinni á önn.
 • Skipuleggur í samráði við stjórnendur og NFS forvarnaviku á vorönn sem lýkur með kvöldskemmtun í skólanum.

Verkefnastjóri um málefni nýbúa:

 • Vinnur að stefnumörkun um málefni nýbúa í samráði við námsráðgjafa og stjórnendur.
 • Vinnur að því að auðvelda nýbúum að aðlagast skólasamfélaginu.
 • Hefur samband við foreldra/forráðamenn þeirra, veitir þeim upplýsingar og vinnur með þeim við að aðstoða börn sín.
 • Sækir fundi og námskeið sem tengjast málefnum nýbúa.
 • Ræður í samráði við stjórnendur nemendur sér til aðstoðar ef þurfa þykir.

Tölvuaðstoð við kennara:

 • Vinnur að skipulagi verkefnisins í samráði við kennara, stjórnendur og tölvuumsjónarmann.
 • Aðstoðar kennara á fyrirfram auglýstum tímum vegna tölvunotkunar þeirra.
 • Veitir kennurum leiðbeiningar við val forrita og notkunar á þeim.
 • Leiðbeinir kennurum við leit á veraldarvefnum.
 • Fer í kennslustundir með kennurum ef eftir því er óskað og aðstoðar nemendur við verkefni sem unnin eru með tölvum.

Aðstoð við bókhald NFS:

 • Veitir aðstoð við gerð fjárhagsáætlunar og fylgist með framkvæmd hennar.
 • Kennir gjaldkera NFS að færa bókhald á tölvu.
 • Er gjaldkera NFS innan handar um málefni er tengjast bókhaldi NFS.
 • Aðstoðar gjaldkera NFS við gerð efnahags- og rekstrarreikninga.
 • Er til viðtals á fyrirfram auglýstum tímum fyrir gjaldkera og stjórn NFS um málefni er tengjast fjármálum NFS.

Aðstoð við leiklistarhópa:

 • Hittir leiklistarklúbb NFS einu sinni í viku.
 • Skipuleggur starf leiklistarklúbbsins í samráði við meðlimi hans.
 • Þjálfar meðlimi í leiklist.
 • Aðstoðar við val á verkefnum sem leiklistarhópar sýna.
 • Aðstoðar við val á leikstjóra og gefur NFS og stjórnendum skólans ráð varðandi launagreiðslur til hans.

Síðast breytt: 1. október 2015

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014