Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Próf í INNU

 

Próf í INNU

Nemendur hafa aðgang að eldri prófum í skólakerfinu INNU en þar er hægt að nálgast tvö síðustu próf í hverjum áfanga. Eins og áður geta þeir keypt ljósrit af eldra prófi en verða þá að sækja um það á skrifstofu skólans a.m.k. viku áður en próf er haldið í viðkomandi fagi. Greiða verður um leið og prófið er pantað, verð er 500 kr. á hvert próf.

  • Til að skoða próf í INNU er farið í flokkinn „Áfangar“ neðarlega í valmyndinni vinstra megin. (Það er líka hægt að fara í stundatöflu og velja áfangann þar).
  • Þá er heiti áfangans slegið inn, t.d. ENS103. Athugið að slá aðeins inn fyrstu þrjá stafina í heiti fags og hafið ekki bil á milli fagsheitis og númers áfangans.
  • Þá kemur upp listi yfir áfanga og þarf að velja viðkomandi áfanga og passa að það standi „Dagskóli“ fyrir aftan.
  • Þá koma upplýsingar um viðkomandi áfanga. Á miðri síðunni er ýmislegt sem hægt er að skoða varðandi áfangann og þar á meðal er "Próf" sem er þá valið. 
  • Og þá koma prófin í áfanganum! Athugið að hægt er að skoða tvö nýjustu próf í hverjum áfanga.

    Prófin eru á PDF-sniði.  Til að lesa PDF skjöl er hægt að nota forritið Acrobat Reader.

  
Síðast breytt: 21. janúar 2013.

 

Heilsueflandi  SFR2014  SFR2015  SFR2016  SFR2017