Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Sigur í Þrekmóti framhaldsskólanna

Lið skólans vann sigur í Þrekmóti framhaldsskólanna.TrekH2017 01

Þetta er í þriðja sinn sem keppnin er haldin.  Okkar lið sigraði í fyrstu keppninni árið 2015, í fyrra var komið að Verzlunarskólanum að fara með sigur af hólmi en í ár tók okkar fólk tiitilinn aftur.  Fjögur lið voru skráð til leiks í ár og voru þau öll mjög öflug og keppnin hörð.  Okkar lið sigraði með frábærum endaspretti eftir harða keppni við Fjölbrautaskóla Vesturlands.  Keppnin hófst með 1 km. útihlaupi þar sem allir liðsmenn þurftu að hlaupa.  Þegar því var lokið tók við þrautabraut með níu æfingum sem skiptist á milli liðsmanna að klára.

Sigurliðið skipuðu þau Einar Hjalti Gilbert, Ingunn Eva Júlíusdóttir, Kristófer Hans Abbey og Sunna Líf Zan Bergþórsdóttir.  Við óskum liðinu til hamingju með sigurinn.

Á myndinni að neðan eru þau frá vinstri Einar, Sunna, Ingunn og Kristófer.

TrekH2017 02

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014