Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Heimir og Ólafur hjá afreksíþróttanemendum

HeimirOlafurH2017 01Heimir Hallgrímsson og Ólafur Stefánsson heimsóttu nemendur á afreksíþróttalínu.

  Það þarf vart að kynna þessa kappa og það var auðvitað mikil spenna hjá nemendum að fá þá í heimsókn.  Ólafur flutti fyrirlestur sem bar yfirskriftina „Forvitni og hugrekki til árangurs“.  Fyrirlesturinn var fróðlegur og skemmtilegur og nemendur fylgdust svo sannarlega með af athygli.  Heimir mætti svo og stýrði æfingu hjá knattspyrnufólkinu.  Nemendur á afreksíþróttalínu stunda æfingar í sinni íþrótt samhliða námi og fá einnig fræðslu varðandi ýmislegt er viðkemur íþróttum og heilsu.  Á þessari önn eru 26 nemendur í knattspyrnu og 22 í körfuknattleik.

Við þökkum gestunum kærlega fyrir skemmtilegar og fræðandi heimsóknir.

Hér má sjá myndir frá æfingu Heimis með knattspyrnufólkinu okkar.

HeimirOlafurH2017 02

HeimirOlafurH2017 03

HeimirOlafurH2017 04

HeimirOlafurH2017 05

 

 

 

 

 

 

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014