Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Nýnemadagur 15. ágúst

Nýnemadagur verður þriðjudaginn 15. ágúst og er mæting á milli kl. 8:00 og 8:30. SkolasetningV2016 Frett01

Hér koma upplýsingar frá Strætó um ferðir:

Strætó fer frá öllum stöðum (Grindavík, Garði, Sandgerði, Vogum) á áætlunartíma að morgni til. Síðasta dagskrárlið lýkur kl. 13:30 og heimferðin verður svo eftirfarandi:
Leið 88 – Grindavík. Strætó stoppar kl. 13:45 við FS.
Leið 87 – Vogar.  Krakkarnir úr Vogum fara upp að Miðstöð (Nettó).  Vagninn fer þaðan 13:55, þau fara út við Vogaafleggja og þar bíður eftir þeim vagninn niður í Voga.
Leið 89 – Garður/Sandgerði.  Vagninn stoppar við FS kl. 13:50 og hann fer svo eins og leið liggur út í Garð og Sandgerði.

Nemendur þurfa að greiða í Strætó.  Annað hvort að hafa með sér pening eða kaupa kort/miða á sölustöðum.  Hægt er að greiða í vagninum, kaupa miða í íþróttamiðstöðvum Voga, Garðs og Sandgerðis og svo í sjoppunni Söluturninn í Grindavík.  Einnig er hægt að kaupa miða í verslunum 10-11.

Allar upplýsingar er að finna á heimasíðu Strætó b.s., www.straeto.is.  Þar býðst líka að kaupa sérstök nemakort sem gilda á öllu Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu.  Auk þess er hægt að kaupa ,,strætó“ appið.  Fyrir þá sem ekki eru að fara til Reykjavík er sennilega ódýrara að kaupa klippikort fyrir 18 ára og yngri.  En þetta þarf fólk að kynna sér sjálft og kaupa eftir sínum þörfum.

 

 

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014