Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Upphaf haustannar

SalurFrettHér eru upplýsingar um upphaf haustannar en kennsla hefst 18. ágúst.

 

Haustönn 2017 hefst með nýnemadegi þriðjudaginn 15. ágúst og er mæting kl. 8:15.  Mikilvægt er að allir nýnemar mæti í skólann þennan fyrsta dag. Um er að ræða óhefðbundna en hagnýta dagskrá sem m.a. felst í kynningu á skólakerfinu Innu og farið verður í ratleik um skólann svo eitthvað sé nefnt.

Kennsla á haustönn hefst föstudaginn 18. ágúst en væntanlega verður opnað fyrir stundatöflur nemenda í INNU miðvikudaginn 16. ágúst. Töflubreytingar eldri nemenda verða í Innu eins og undanfarnar annir.

Vetrarfrí verður í skólanum föstudaginn 20. og mánudaginn 23. október.

Eins og allir vita þá er afar mikilvægt að mæta vel í skólann. Þó geta komið upp tilvik þar sem sveigjanleika er þörf og því er gott að kynna sér skólasóknarreglurnar. Þær má finna á heimasíðu skólans undir skólinn – almennar upplýsingar - skólasókn. Gott er að kynna sér þessar reglur svo ekki komi upp óþarfa vandræði vegna mætinga. Ekki er hægt að fá leyfi frá skóla í lengri tíma en einungis eru veitt leyfi í 2-3 daga á önn. Þeir sem fá leyfi þurfa almennt að vera með góðar mætingar og engar óútskýrðar fjarvistir. Ef fólk hyggst fara erlendis eða annað þar sem fleiri daga er þörf er gott að tengja það vetrarfríi eða helgum. Samkvæmt námskrá þá gilda aðrar reglur um íþróttafólk og landsliðsferðir en þá þarf að koma staðfesting frá viðkomandi þjálfara eða sérsambandi.

 

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014