Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Listnámsnemendur sýna í Duus

DUUSV2017 Frett01Útskriftarnemendur á listnámsbraut sýna nú verk sín í Duus safnahúsum.

Sýningin er hluti af Listahátíð barna í Reykjanesbæ sem stendur yfir dagana 4.-21. maí.  Eftirtaldir nemendur eiga verk á sýningunni: Fanný Elísabet Arnarsdóttir, Guðrún Pálína Karlsdóttir, Hinrik Örn Sölvason, Lovísa Ýr Andradóttir, Smári Snær Laine og Sæmundur Ingi Margeirsson

Eins og áður sagði er þátttaka í sýningunni lokaverkefni nemenda á myndlistarlínu listnámsbrautar.  Nemendur vinna í upphafi allskyns skissur og teikningar með mismunandi aðferðum undir handleiðslu Írisar Jónsdóttur, kennara síns.  Nemendur kynna sér verk mismunandi listamanna sem vinna með allar þær tækniaðferðir sem nemendur eru búnir að læra.  Í kjölfarið ákveður nemandi þema eða hugmynd lokaverkefnis síns.  Nemendur gera skriflega verkáætlun með lýsingu á framkvæmd, forsendum fyrir vali á verkefni og hvaða hugmyndir eru að baki verkanna.  Þeir halda dagbók þar sem þeir skrá allt vinnuferlið og hugmyndir sem koma upp á vinnutímanum.  Nemendur vinna sjálfstætt en eiga að notfæra sér leiðsögn kennarans í öllu ferlinu til að ræða um hugmyndir og útfærslu verksins.  Nemendur skipuleggja svo lokasýningu í samráði við kennara.  Verkin eru unnin á ýmsan hátt t.d. með bleki, akrýl, vatnslitum, þrykki og blandaðri tækni.

Við hvetjum fólk til að skoða sýninguna í Duus en hún er hluti af listsýningu allra skólastiga í Reykjanesbæ.

DUUSV2017 Frett02

DUUSV2017 Frett03

DUUSV2017 Frett04

DUUSV2017 Frett05

DUUSV2017 Frett06

 

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014