Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Sportleg Dimissio

DimissioV2016 Frett01Föstudaginn 25. nóvember buðu væntanlegir útskriftarnemendur til hátíðar á sal þegar komið var að dimissio þessa önnina.

Þá kveður útskriftarhópurinn kennara og nemendur skólans með ýmis konar uppákomum. Að þessu sinn var hópurinn með sportlegra móti og vel merktur skólanum og tilefninu.

Hópurinn byrjaði á því að skemmta samnemendum sínum á göngum og láta tónlist glymja á sal skólans. Það er orðin hefð fyrir því að á dimissio sé boðið upp á stuttmynd um lífið í skólanum en þar var sýnt frá kennslu í ýmsum greinum.  Myndin var skemmtileg og þar kom farsímanotkun, hádegishléið og danska drottningin við sögu ásamt fleirum.  Þessi hópur brá reyndar út af vananum og söng eitt lag með heimatilbúnum texta og vakti mikla lukku.  Að lokinni kvikmyndasýningunni fór fram verðlaunaafhending en þar fékk útskriftarhópurinn langþráð tækifæri til að veita kennurum sínum viðurkenningar fyrir frammistöðu sína. Þar komu m.a. við sögu fyndnasti kennarinn, drottningin og kóngurinn, stundvísasti og óstundvísasti kennarinn, Twitter-kóngurinn, hörkutólið, unglingurinn og fleira gott fólk.  Hápunkturinn var svo þegar besti kennarinn var valinn og varð Gunnlaugur Sigurðsson fyrir valinu að þessu sinni.

Um kvöldið var síðan hin svokallaða síðasta kvöldmáltíð en þá borða útskriftarnemendur og starfsfólk skólans saman og gera sér glaðan dag.

Hér er myndasafn frá Dimissio.

DimissioH2016 Frett02

DimissioH2016 Frett03

 

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014